Fleiri fréttir

13 í haldi vegna gengjastríðs

Danska lögreglan handtók í gærmorgun þrettán manns tengda vélhjólasamtökum Vítisengla. Handtökurnar voru hluti af aðgerð sem staðið hefur um nokkurt skeið og miðar að því að stöðva stríð sem geisað hefur milli Vítisengla og gengja innflytjenda. Fjórir mannanna eru meðlimir Vítisengla og níu meðlimir áhangendaklúbba.

Brown segist bera ábyrgðina

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, segist taka á sig alla ábyrgð ef Verkamannaflokkur hans tapar þingmeirihluta í kosningunum á morgun.

Flugstjórnarsvæðin samhæfð

Samgönguráðherrar Evrópusambandsríkjanna komu saman í gær á aukafundi í Brussel til að skiptast á skoðunum og meta afleiðingarnar af þeirri röskun sem varð á flugumferð í Evrópu vegna eldgossins í Eyjafjallajökli.

Efast um björgunarpakka AGS og ESB

Um fjögur þúsund kennarar og nemendur tóku þátt í mótmælagöngu í Aþenu í gær gegn aðhaldsaðgerðum stjórnvalda, sem koma harkalega niður á almenningi. Sumir mótmælendanna lentu í átökum við lögreglu.

Ákærður fyrir hryðjuverk

-AP- Faisal Shahzad, þrítugur bandarískur ríkisborgari sem fæddur er í Pakistan, hefur viðurkennt að hafa ætlað að sprengja sprengju í bifreið við Times-torg í New York á háannatíma um helgina.

Mótmælendur fagna tilboðinu

Leiðtogar rauðklæddu mótmælendanna í Taílandi hafa fagnað sáttatilboði frá Abhisit Vejjajiva forsætisráðherra, en vilja fá að sjá nánari útfærsluhugmyndir áður en þeir gefa endanlegt svar.

Brown biðlar til óákveðna kjósenda

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands og formaður Verkamannaflokksins, biðlaði til óákveðna kjósenda á kosningafundi í Manchester í kvöld og bað þá um að kjósa Verkamannaflokkinn í kosningunum á fimmtudaginn. Hann sagði að staða Bretlands og bresks almennings væri mun betri eftir að flokkurinn tók við stjórnartaumunum fyrir 13 árum.

Halderman fær hálft ár fyrir að kúga Letterman

Sjónvarpsframleiðandinn Robert Joel Halderman þarf að sitja í fangelsi í hálft ár fyrir að hafa hafa reynt að kúga fé út úr spjallþáttastjórnandanum David Letterman í fyrrahaust. Hann þarf auk þess að vinna 1000 klukkustundir í samfélagsvinnu.

Obama: Bandaríkjamenn láta ekki hræða sig

Pakistaninn sem var handtekinn vegna misheppnaðs sprengjutilræðis á Times torgi í New York hefur viðurkennt verknaðinn. Barack Obama sagði í dag að hryðjuverkamenn muni aldrei beygja Bandaríkin.

Eiður vísar ásökunum um nasisma á bug

„Ég hef lesið, mér til mikilla hörmunga, grein í Daily Star í dag, þar sem ég er sakaður um að heilsa með nasistakveðju,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen, knattspyrnumaður hjá Tottenham, í yfirlýsingu sem hann sendi dagblaðinu Daily Star, í morgun. „Á myndinni sést ég benda með einum fingri en með annan fingur á vörinni. Þetta er ekki og var ekki nasistakveðja,“ segir Eiður.

Tapaði í rússneskri rúllettu

Tuttugu og níu ára gamall norskur maður lét lífið þegar hann spilaði rússneska rúllettu með tveimur vinum sínum.

Askan stoppar flug á Írlandi og norðanverðu Skotlandi

Aska frá gosinu í Eyjafjallajökli hefur valdið því að allir flugvellir á Írlandi og Norður Írlandi eru lokaðir nú í morgunsárið. Flugbannið nær einnig yfir norðurhluta Skotlands, einkum Hebrides eyjar.

Arnold Schwarzenegger styður ekki hugmyndir um olíuboranir

Arnold Schwarzenegger, fylkisstjóri í Kalíforníu, er hættur stuðningi við áform um frekari olíuboranir við strendur Kalíforníu. Hann segir að olíuslysið í Mexíkóflóa hafi breytt viðhorfi hans til olíuborana í Kyrrahafi.

Handtók mann vegna misheppnaðs sprengjutilræðis

Lögreglan í Bandaríkjunum hefur handtekið mann sem grunaður er um að hafa staðið að baki misheppnuðu sprengjutilræði í New York borg á laugardaginn. Maðurinn er af pakistanskum uppruna. Hann var handtekinn á Kennedy flugvelli í New York þegar að hann var á leið í flug til Dubai.

Engar sannanir komið fram

Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti segir Bandaríkin ekki hafa fært neinar sönnur á ásakanir um að Íranir hafi í hyggju að koma sér upp kjarnorku­vopnum.

Enginn samningur á árinu

Yvo de Boer, fráfarandi loftslagsstjóri Sameinuðu þjóðanna, segir enga von til þess að nýr alþjóðasamningur um loftslagsmál verði að veruleika á þessu ári.

Fjörutíu óvinir fréttafrelsis

Alþjóðlegu samtökin Fréttamenn án landamæra hafa sett Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, og Hu Jintao Kínaforseta á lista sinn yfir helstu óvini fjölmiðlafrelsis.

BP greiðir kostnað við hreinsun

Tony Hayward, framkvæmdastjóri olíufélagsins BP, segir að fyrirtækið muni greiða kostnaðinn við að hreinsa upp olíu frá olíuborpallinum Deepwater Horizon, sem sökk í Mexíkóflóa.

Árásarmaður dæmdur sekur

Mohammed Ajmal Kasab, eini árásarmaðurinn af tíu sem lifði af, var í gær dæmdur sekur um aðild að hryðjuverkaárásum á Mumbaí á Indlandi árið 2008.

Yfirlýsingu talibana ekki trúað

Lögreglan í Bandaríkjunum leggur engan sérstakan trúnað á yfirlýsingu frá pakistanskri talibanahreyfingu, sem sagðist bera ábyrgð á sprengjuárás á Times-torgi í New York.

Leggur til kosningar í haust

Abhisit Vejjajiva, forsætisráðherra Taílands, hefur komið með sáttatilboð til mótmælenda og leggur til að þingkosningar verði haldnar 14. nóvember fallist mótmælendur á tilboðið.

Atkvæðaveiðar í hámarki

Flokksleiðtogarnir David Cameron, Nick Clegg og Gordon Brown þeyttust um Bretland í gær til að afla flokkum sínum atkvæða. Þingkosningar verða á fimmtudag.

Sjúklega hrædd við kanínur

Kennslukona í Þýskalandi hefur höfðað skaðabótamál gegn fjórtán ára gömlum nemanda sínum sem teiknaði kanínu á töflu í skólastofunni.

Vill alþjóðadómstól fyrir sjóræningja

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna vill skerpa löggjöf gegn sjóránum og meðal annars skoða þann möguleika að leiða sjóræningja fyrir alþjóðadómstóll.

Nauðlenti eftir árás farþega

Flugstjóri farþegaþotu Estonian Air ákvað að nauðlenda á Arlanda flugvelli í Stokkhólmi í gær eftir að norskur farþegi réðist á áhöfnina.

Cameron ætlar að mynda minnihlutastjórn

Cameron ætlar að mynda minnihlutastjórn David Cameron, leiðtogi Íhaldsflokksins, ætlar að ekki að mynda meirihlutastjórn eftir bresku þingkosningar og þess í stað freista þess að boða til nýrra kosninga síðar á árinu.

Obama heitir aðstoð

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, segir að olíuslysið á Mexíkóflóa sé af þeirri stærðargráðu að það sé án nokkurs fordæmis. Yfirvöld áætla að um 6 milljónir lítra af olíu hafi lekið úr borholunni síðan að borpallur breska olíurisans BP sprakk og sökk fyrir tæpum tveimur vikum.

Páfi skoðaði líkklæði Krists

Benedikt páfi sextándi heimsótti í gær ítölsku borgina Torínó og skoðaði líkklæðið frá Turin sem margir telja að sé líkklæði Krists. Líkklæðið hefur verið til sýnis undanfarnar þrjár vikur en tíu eru frá því almenningur gat síðast borið það augum. Páfi sagði að líkklæðið minnti með afgerandi hætti á þær þjáningar sem Jesús gekk í gegnum.

Hótar hefndaraðgerðum

Varnarmálaráðherra Suður-Kóreu segir að þeir sem bera ábyrgð á því að eitt af herskipum landsins sprakk í tvennt og sökk í lok mars verði látnir gjalda fyrir það dýru verði. Skipið var 1200 tonn að stærð með 108 manna áhöfn og fórust 46 sjóliðar. Útför þeirra fór fram í síðustu viku.

Aðvarar mótmælendur

Abhisit Vejjajiva, forsætisráðherra Tælands, hvetur mótmælendur til að hætta aðgerðum sínum í Bangkok, höfuðborg landsins, annars geti farið illa fyrir þeim. Aðgerðir mótmælenda hafa staðið í meira en sex vikur í höfuðborginni en þeir krefjast þess að þing landsins verði leyst upp, boðað verði til kosninga og að forsætisráðherrann fari úr landi. Hann hafnaði nýverið sáttaboði þeirra sem fólst í því að mótmælum yrði hætt ef þing landsins yrði leyst upp.

Kim Jong Il hugsanlega á leiðinni til Kína

Kim Jong Il, leiðtogi Norður-Kóreu, er sagður vera á leiðinni í heimsókn til Kína á allra næstu dögum samkvæmt Suður-kóresku fréttastofunni, Yonhap. Ekki hefur fengist staðfest hvort leiðtoginn sé á leiðinni til Kína samkvæmt AP fréttastofunni.

Obama kominn til Lousiana vegna mengunarslyss

Barack Obama er kominn til Lousiana vegna eins stærsta mengunarslyss í sögu Bandaríkjanna. Olía lekur óheft upp úr borholu í Mexíkóflóa eftir að sprenging varð í olíuborpalli í síðustu viku með þeim afleiðingum að fjöldi starfsmanna létust.

Sprengja aftengd á Times torgi

Stórtjóni og mannfalli var forðað í miðborg New york í gærkvöldi þegar sprengjusérfræðingum tókst að aftengja sprengju sem fannst í bíl á Time Square.

Olíuflekkur ógnar lífríki á gríðarlega stóru svæði

Gríðarlega stór olíuflekkur nálgast austurströnd Bandaríkjanna allt frá Louisiana til Flórída og ógnar fiskimiðum, fjölbreyttu dýralífi við ströndina og stórum fenjasvæðum sem eru mikilvæg fyrir margar plöntur og fugla.

Þreyttur brandari stöðvaði millilandaflug

Flugvél sem var á leiðinni til Kína frá Taipei í Taívan lenti í Hangzhou, sem er í Austur-Kína, vegna þess að karlmaður um borð í flugvélinni sagðist vera með sprengju.

Indversk ráðgáta: Segist hafa fastað alla sína ævi

Indverjinn Prahlad Jani fullyrðir að hann hafi lifað í um sjötíu ár án þess að borða eða drekka. Vísindamenn eru furðu lostnir en Jani er haldið í einangrun á spítala í indversku borginni Ahmedabad.

Beittu táragasi gegn mótmælendum

Gríska óeirðalögreglan beitti táragasi á ungmenni í Aþenu í Grikklandi í morgun þegar fyrsta maí gangan þar fór framhjá fjármálaráðuneyti landsins. Þúsundir manna streymdu út á götur Aþenu í morgun og ástandið er sagt viðsjárvert.

Sjá næstu 50 fréttir