Erlent

Arnold Schwarzenegger styður ekki hugmyndir um olíuboranir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Scwarzenegger styður ekki olíuboranir við strendur Kalíforníu. Mynd/ AFP.
Scwarzenegger styður ekki olíuboranir við strendur Kalíforníu. Mynd/ AFP.
Arnold Schwarzenegger, fylkisstjóri í Kalíforníu, er hættur stuðningi við áform um frekari olíuboranir við strendur Kalíforníu. Hann segir að olíuslysið í Mexíkóflóa hafi breytt viðhorfi hans til olíuborana í Kyrrahafi.

Í fyrra kallaði Schwarzenegger eftir frekari olíuborunum við strendur Kalíforníu. Fréttastofa BBC segir hins vegar að eftir að hann sá sjónvarpsmyndir af olíulekanum í Mexíkóflóa hafi hann spurt sig „Hvers vegna að taka slíka áhættu?"

Það var 20 apríl síðastliðinn sem stór olíuborpallur sökk í Mexíkóflóa með þeim afleiðingum að olía hefur lekið í hafið og ógnar fiskimiðum, fjölbreyttu dýralífi við ströndina og stórum fenjasvæðum í kring sem eru mikilvæg fyrir margar plöntur og fugla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×