Erlent

Íhaldsflokkurinn með yfirburðastöðu í kosningunum

David Cameron er að vonum sáttur enda stefnir allt í að hann verði næsti forsætisráðherra Bretlands.
David Cameron er að vonum sáttur enda stefnir allt í að hann verði næsti forsætisráðherra Bretlands.

Íhaldsflokkurinn er með sjö til tíu prósentustiga forystu á Verkamannaflokkinn í skoðanakönnunum sem birtar eru í Bretlandi í dag.

Fátt virðist geta komið í veg fyrir sigur Íhaldsflokksins í þingkosningunum eftir fjóra daga og þar af leiðandi endalok þrettán ára valdasetu Verkamannaflokksins.

Gordon Brown leiðtogi Verkamannaflokksins neitar að gefast upp og mun funda víðs vegar um kjördæmi í Lundúnum í dag. Hann er talinn hafa gert mörg alvarleg mistök í kosningabaráttunni og stjórnmálaskýrendur segja að honum muni ekki takast að vinda ofan af þeim áður en kjörstaðir opna á fimmtudagsmorgun.

Mesti munur á milli flokks hans og Íhaldsflokksins er tíu prósentustig, þar Verkamannaflokkurinn mælist með 28 prósent en íhaldsmenn með 38 prósent.

Sósíal demókratar mælast með 23 til 26 prósentustig milli kannanna. Miklar líkur eru á að David Cameron verði næst forsætisráðherra og að Íslendingar verði að leiða Icesave deiluna til lykta í samningum við ríkisstjórn hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×