Erlent

Nauðlenti eftir árás farþega

Óli Tynes skrifar

Flugstjóri farþegaþotu Estonian Airl ákvað að nauðlenda á Arlanda flugvelli í Stokkhólmi í gær eftir að norskur farþegi réðist á áhöfnina. Vélin var á leið frá Osló til Tallinn.

Farþegi sem varð vitni að atburðinum sagði í viðtali við netútgáfu norska blaðsins VG að farþeginn sem var á að giska 35 ára gamall hefði hagað sér undarlega allt frá því hann kom um borð.

Hann hafi svo ráðist á á flugfreyju. Flugþjónn hafi þá skorist í leikinn og með aðstoð farþega hafi hann lagt manninn og keflað hann.

VG segir að eftir lendingu á Arlanda hafi maðurinn verið fluttur á sjúkrahús.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×