Erlent

Munaði mínútum að meintur tilræðismaður kæmist úr landi

Óli Tynes skrifar
Lögreglumenn á Times Square eftir að sprengjubíllinn fannst.
Lögreglumenn á Times Square eftir að sprengjubíllinn fannst. Mynd/AP

CNN fréttastofan segir að hinn þrjátíu ára gamli Faisal Shazad hafi verið kominn um borð í flugvél frá Arabisku furstadæmunum sem var að fara til Dubai.

Hann er grunaður um misheppnað sprengjutilræði á Times torgi í New York.

Hann er bandarískur ríkisborgari ættaður frá Pakistan.

Vélin var farin frá landganginum og var á leið út á flugbrautina. Hún var kölluð til baka og Shazad handtekinn.

Lögreglan rakti slóðina til Shazhads í gegnum Nissan Pathfinder jeppann sem sprengjan var í.

Framleiðslunúmer hans hafi verið fjarlægt af mælaborðinu en ekki af undirvagninum.

Með það númer að vopni fundu lögreglumenn upprunalegan eiganda jeppans. Sá hafði selt Shazhad hann fyrir þrem vikum.

Shazad hafði greitt fyrir hann með reiðufé og engir pappírar voru útfylltir.

Faisal Shahzad fékk bandarískan ríkisborgararétt í apríl árið 2009.

Alþjóðaflugvöllurinn í Dubai er tengiflugvöllur og ekki víst að Dubai hafi verið endanlegur ákvörðunarstaður Shazads.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×