Erlent

Obama kominn til Lousiana vegna mengunarslyss

Barack Obama er kominn til Lousiana vegna eins stærsta mengunarslyss í sögu Bandaríkjanna. Olía lekur óheft upp úr borholu í Mexíkóflóa eftir að sprenging varð í olíuborpalli í síðustu viku með þeim afleiðingum að fjöldi starfsmanna létust.

Yfirvöld áætla að um 6 milljónir lítra af olíu hafi lekið úr borholunni síðan slysið varð. Það eru um 5 þúsund tunnur af olíu á dag en framleiðsla olíunnar er oftar en ekki talin í tunnum.

Yfirvöld vinna að því að bora aðra holu við þá sem lekur úr til þess að hefta lekann.

Það gerist sennilega ekki fyrr en eftir um nítíu daga.

Bobby Jindal, fylkisstjóri í Lousiana, hefur sagt við fjölmiðla vestan hafs að olíuslysið ógni lífríki í Mexíkóflóa og þar af leiðandi ógni lekinn eðlilegu lífi íbúa í fylkinu sem lifa á landsins gæðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×