Erlent

Engar sannanir komið fram

Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti í ræðustól hjá Sameinuðu þjóðunum.
nordicphotos/AFP
Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti í ræðustól hjá Sameinuðu þjóðunum. nordicphotos/AFP
Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti segir Bandaríkin ekki hafa fært neinar sönnur á ásakanir um að Íranir hafi í hyggju að koma sér upp kjarnorku­vopnum.

Ahmadinejad sagði þetta í ræðustól hjá Sameinuðu þjóðunum í New York, þar sem í gær hófst mánaðarlöng ráðstefna 189 aðildarríkja alþjóðasamnings um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna.

Ahmadinejad er eini þjóðarleiðtoginn sem mætir á ráðstefnuna, sem haldin er á fimm ára fresti til að fara yfir efnisatriði samningsins.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×