Erlent

Sjúklega hrædd við kanínur

Óli Tynes skrifar
Mynd/idrawgirls.com teiknikennsluforrit

Kennslukona í Þýskalandi hefur höfðað skaðabótamál gegn fjórtán ára gömlum nemanda sínum sem teiknaði kanínu á töflu í skólastofunni.

Kennslukonan er sjúklega hrædd við kanínur. Nemandinn er stúlka sem hafði verið í öðrum skóla þar sem kennslukonan starfaði.

Þegar hún kom til að kenna í nýja skóla stúlkunnar sagði stúlkan hinum nýju vinkonum sínum frá kanínuhræðslu hennar.

Stúlkurnar teiknuðu svo kanínu á skólatöfluna. Fyrir rétti sögðust þær hafa gert það að gamni sínu og forvitni að sjá hvort kennslukonan myndi virkilega sleppa sér.

Stúlkan hefur nú verið flutt í annan bekk og kennslukonan krefst bóta fyrir skelfingu sína og tekjumissi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×