Erlent

Mótmælendur fagna tilboðinu

Mótmæli í Bangkok. Ekkert lát er á aðgerðum mótmælenda. nordicphotos/AFP
Mótmæli í Bangkok. Ekkert lát er á aðgerðum mótmælenda. nordicphotos/AFP

-AP- Leiðtogar rauðklæddu mótmælendanna í Taílandi hafa fagnað sáttatilboði frá Abhisit Vejjajiva forsætisráðherra, en vilja fá að sjá nánari útfærsluhugmyndir áður en þeir gefa endanlegt svar.

Abhisit hefur fallist á að boða til kosninga 14. nóvember, um það bil ári áður en kjörtímabil núverandi stjórnar rennur út, en mótmælendur hafa krafist þess að kosið verði innan tveggja mánaða.

Mótmælunum í Bangkok, sem staðið hafa í átta vikur og kostað nærri 30 manns lífið, verður ekki hætt fyrr en frekari svör fást frá Abhisit.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×