Erlent

Al-Kaída ber ekki á ábyrgð á sprengjunni

Yfirvöld leita að manni sást fara frá bílnum. Hann er hvítur og á miðjum aldri.
Yfirvöld leita að manni sást fara frá bílnum. Hann er hvítur og á miðjum aldri. Mynd/AP
Borgarstjórinn í New York fullyrðir að al-Kaída hryðjuverkasamtökin beri ekki ábyrgð á bílsprengjunni sem sprengja átti á Times Square um helgina.

Bandarísk stjórnvöld leggja nú allt kapp á að upplýsa hver stóð að baki bílasprengjunni sem fannst á Times-Square á laugardagskvöld. Samtökin Tarik-e-Taliban, sem eru samtök pakistanskra talibana, sögðust í gær bera ábyrgð á sprengjunni. Samkvæmt þeim var henni komið fyrir torginu til að hefna tveggja leiðtoga al-Kaída samtakanna sem nýverið voru myrtir.

Michael Bloomberg, borgarstjóri New York, segir að ekkert bendi til þess að al-Kaída eða önnur stór hryðjuverkasamtök beri ábyrgð á bílasprengjunni. Alríkislögreglan leiddi þessi í stað af hvítum karlmanni á miðjum aldri. Borgarstjórinn segir að yfirvöld rannsaki nú fjölmargar vísbendingar sem hafa borist og yfirfari upptökur úr nálægum eftirlitsmyndavélum.

Michael Bloomberg, borgarstjóri New York. Mynd/AP
Sprengjan sem fannst í bílnum sprakk ekki vegna bilunar í búnaðinum en sprengjan þykir viðvaningsleg. Bloomberg og Barack Obama, Bandaríkjaforseti, þakka snarræði lögreglunnar í New York að ekki fór verr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×