Erlent

Eiður vísar ásökunum um nasisma á bug

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fréttin um Eið birtist á forsíðu Daily Star í morgun.
Fréttin um Eið birtist á forsíðu Daily Star í morgun.
„Ég hef lesið, mér til mikilla hörmunga, grein í Daily Star í dag, þar sem ég er sakaður um að heilsa með nasistakveðju," segir Eiður Smári Guðjohnsen, knattspyrnumaður hjá Tottenham, í yfirlýsingu sem hann sendi dagblaðinu Daily Star, í morgun. „Á myndinni sést ég benda með einum fingri en með annan fingur á vörinni. Þetta er ekki og var ekki nasistakveðja," segir Eiður.

Hann segir að ásakanir blaðsins séu skammarlegar. Greinin hafi verið birt þrátt fyrir að blaðamenn Daily Star hafi verið upplýstir í gær um staðreyndir málsins. Hann segist ekkert sjá fyndið við nasisma og hann hefði aldrei haft hann í flimtingum.

Eiður Smári segist vera sleginn yfir því að blaðið skuli geta birt ásakanir af þessu tagi án þess að myndin sem birt er með fréttinni styðji þær ásakanir sem settar eru fram. Hann segir að blaðið sé með fréttinni að skaða orðstír sinn, bæði persónulega og faglega.

Eins og þegar hefur komið fram íhugar Eiður að stefna blaðinu vegna fréttarinnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×