Erlent

Kim Jong Il hugsanlega á leiðinni til Kína

Kim Jong Il er hugsanlega á leiðinni til Kína til þess að fá fjárhagsaðstoð.
Kim Jong Il er hugsanlega á leiðinni til Kína til þess að fá fjárhagsaðstoð.

Kim Jong Il, leiðtogi Norður-Kóreu, er sagður vera á leiðinni í heimsókn til Kína á allra næstu dögum samkvæmt Suður-kóresku fréttastofunni, Yonhap. Ekki hefur fengist staðfest hvort leiðtoginn sé á leiðinni til Kína samkvæmt AP fréttastofunni.

Það er hinsvegar talið líklegt að Kim Jong Il sé að fara til Kína til þess að biðja um fjárhagsaðstoð vegna bágborins ástands í landinu. Kína er eina landið sem útvegar landinu mat og orku.

Næstráðandi á eftir Kim Jong Il, Kim Yong-Nam hitti Hu Jintao, forseta Kína, á Expo sýningunni á dögunum. Það þykir gefa fréttinni byr undir báða vængi.

Því er haldið fram að Kim Jong Il líki illa við að fljúga en hann hefur alltaf ferðast með lestum til Kína í heimsóknum sínum. Síðast heimsótti hann Kína fyrir fjórum árum síðan.

Kínverjar eru bandamenn Norður-Kóreu sem myndu ekki endast lengi án þeirra stuðnings.

Ef Kim Jong Il biður Kínverja um aðstoð þá er líklegt að ríkið láti af öllum tilraunum sýnum með kjarnorkuvopn en Kínverjar hafa þrýst á þá að láta af slíku.

Viðskiptabann Bandaríkjanna á Norður-Kóreu er að mestu til komið vegna þess að Kim Jong Il vill ekki taka þátt í afvopnunarferli Bandaríkjanna, Rússlands, Kína, og Suður Kóreu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×