Erlent

Atkvæðaveiðar í hámarki

David Cameron, leiðtogi breska Íhaldsflokksins, var ekkert að fela sig fyrir ljósmyndurum þegar hann brá sér út að skokka í gær.nordicphotos/AFP
David Cameron, leiðtogi breska Íhaldsflokksins, var ekkert að fela sig fyrir ljósmyndurum þegar hann brá sér út að skokka í gær.nordicphotos/AFP
Flokksleiðtogarnir David Cameron, Nick Clegg og Gordon Brown þeyttust um Bretland í gær til að afla flokkum sínum atkvæða. Þingkosningar verða á fimmtudag.

Þeir notuðu hvert tækifæri til að skjóta hver á annan. Þannig sagði Clegg að Cameron hefði sýnt af sér ólýsanlegan hroka þegar hann sagðist sigurviss um helgina, en Cameron svaraði í gær og sagðist ekki taka neitt gefið í þeim efnum.

Gordon Brown forsætisráðherra viðurkenndi að hann væri að berjast fyrir pólitísku lífi sínu í þessum kosningum sem færu fram í skugga efnahagshruns.

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun, sem dagblaðið Guardian birti í gær, er Íhaldsflokki Camerons spáð 33 prósent atkvæða, en Verkamannaflokkur Browns og Frjálslyndir demókratar Nicks Cleggs eru jafnir með 28 prósent atkvæða.

Verkamannaflokkurinn hefur verið með 345 þingsæti á kjörtímabilinu sem er að ljúka, en til þess að fá meirihluta á þingi þarf 326 þingsæti af 650.

Allt stefnir í að enginn flokkanna þriggja nái hreinum meirihluta á þingi, sem þýðir að Clegg kemst í lykilstöðu. Hann getur sett skilyrði fyrir stjórnarsamstarfi og tekið boði þess flokks sem fellst á fleiri af stefnumálum frjálslyndra.- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×