Erlent

Cameron ætlar að mynda minnihlutastjórn

Fái Íhaldsflokkurinn ekki meirihluta á breska þinginu ætlar Cameron að reyna að mynda minnihlutastjórn og boða til nýrra kosninga.
Fái Íhaldsflokkurinn ekki meirihluta á breska þinginu ætlar Cameron að reyna að mynda minnihlutastjórn og boða til nýrra kosninga. Mynd/AP
Cameron ætlar að mynda minnihlutastjórn David Cameron, leiðtogi Íhaldsflokksins, ætlar að ekki að mynda meirihlutastjórn eftir bresku þingkosningar og þess í stað freista þess að boða til nýrra kosninga síðar á árinu.

Þingkosningarnar fara fram næstkomandi fimmtudag og lítur allt út fyrir að enginn stóru flokkanna nái hreinum meirihluta á breska þinginu. Undanfarnar vikur hefur Íhaldsflokkurinn haft naumt forskot í skoðanakönnum og þær kannanir sem birtar voru um helgina bentu til þess að bilið væri að aukast og að Frjálslyndum demókrötum væri að fatast flugið.

Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum hefur dregið úr stuðningi við Íhaldsflokkinn sem nýtur stuðnings 33-34% kjósenda. Verkmannaflokkurinn mælist með 28% og Frjálslyndir demókratar með 28-29% fylgi.

Samkvæmt dagblöðunum Daily Telegraph og Guardian ætlar David Cameron, leiðtogi íhaldsmanna, ekki að leita til Frjálslyndra demókrata um myndun meirihlutastjórnar nái flokkurinn ekki meirihluta í kosningunum. Þess í stað er hann sagður ætla að mynda minnihlutastjórn með stuðningi þingmanna Sambandssinna og boða til nýrra kosninga síðar á árinu.

Stjórnmálaskýrendur telja að á síðustu dögum kosningabaráttunnar muni bæði Verkamannaflokkurinn og Frjálslyndir demókratar nær einungis beina spjótum sínum að Cameron og Íhaldsflokknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×