Erlent

Árásarmaður dæmdur sekur

Veifar dómnum Ujjwal Nikam saksóknari sýnir fjölmiðlum dóminn.
nordicphotos/AFP
Veifar dómnum Ujjwal Nikam saksóknari sýnir fjölmiðlum dóminn. nordicphotos/AFP
Mohammed Ajmal Kasab, eini árásarmaðurinn af tíu sem lifði af, var í gær dæmdur sekur um aðild að hryðjuverkaárásum á Mumbaí á Indlandi árið 2008.

Tveir Indverjar, sem ákærðir höfðu verið fyrir að veita árásarmönnunum aðstoð, voru hins vegar sýknaðir. Kasab gerði ásamt félaga sínum árás á aðallestarstöðina í Múmbaí, þar sem þeir hófu skotárás á fólk.

Alls kostuðu árásirnar á nokkrar helstu byggingar borgarinnar 166 manns lífið.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×