Erlent

Aðvarar mótmælendur

Abhisit Vejjajiva, forsætisráðherra Tælands. Í síðasta mánuði féllu á þriðja tug í átökum mótmælenda og hersins. Mynd/AP
Abhisit Vejjajiva, forsætisráðherra Tælands. Í síðasta mánuði féllu á þriðja tug í átökum mótmælenda og hersins. Mynd/AP
Abhisit Vejjajiva, forsætisráðherra Tælands, hvetur mótmælendur til að hætta aðgerðum sínum í Bangkok, höfuðborg landsins, annars geti farið illa fyrir þeim. Aðgerðir mótmælenda hafa staðið í meira en sex vikur í höfuðborginni en þeir krefjast þess að þing landsins verði leyst upp, boðað verði til kosninga og að forsætisráðherrann fari úr landi. Hann hafnaði nýverið sáttaboði þeirra sem fólst í því að mótmælum yrði hætt ef þing landsins yrði leyst upp.

Fyrir tæpum mánuði var neyðarástandi lýsti yfir í Bangkok í og kjölfarið lenti mótmælendum og hermönnum saman. Á þriðja tug féllu í átökunum og tæplega 900 særðust. Búist er við að hörð átök brjótist út á nýjan leik í höfuðborginni á næstu dögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×