Erlent

Handtók mann vegna misheppnaðs sprengjutilræðis

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglan hefur handtekið mann sem grunaður er um sprengjutilræðið. Mynd/ AFP.
Lögreglan hefur handtekið mann sem grunaður er um sprengjutilræðið. Mynd/ AFP.
Lögreglan í Bandaríkjunum hefur handtekið mann sem grunaður er um að hafa staðið að baki misheppnuðu sprengjutilræði í New York borg á laugardaginn. Maðurinn er af pakistanskum uppruna. Hann var handtekinn á Kennedy flugvelli í New York þegar að hann var á leið í flug til Dubai.

Sprengjan var í yfirgefinni Nissan Pathfinder bifreið á Times torgi þegar að hún fannst á laugardaginn. Hún var umsvifalaust gerð óvirk. BBC fréttastofan segir sérfræðinga telja að sprengjan hefði valdið gríðarlegum skaða ef hún hefði sprungið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×