Erlent

Páfi skoðaði líkklæði Krists

Benedikt páfi sextándi heimsótti í gær ítölsku borgina Torínó og skoðaði það sem margir telja að sé líkklæði Krists.
Benedikt páfi sextándi heimsótti í gær ítölsku borgina Torínó og skoðaði það sem margir telja að sé líkklæði Krists. Mynd/AP

Benedikt páfi sextándi heimsótti í gær ítölsku borgina Torínó og skoðaði líkklæðið frá Turin sem margir telja að sé líkklæði Krists. Líkklæðið hefur verið til sýnis undanfarnar þrjár vikur en tíu eru frá því almenningur gat síðast borið það augum. Páfi sagði að líkklæðið minnti með afgerandi hætti á þær þjáningar sem Jesús gekk í gegnum.

Um er að ræða klæði sem er rúmir fjórir metrar á lengd og metri á breidd. Á því sést mynd af Jesú sem margir telja að sýni ásjónu hans. Líkklæðið á hafa verið vafið um utan um Jesú eftir að lík hans var tekið niður af krossinum á Golgata.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×