Erlent

Yfirlýsingu talibana ekki trúað

Lögregla vill ná tali af manni, sem mynd náðist af.
fréttablaðið/AP
Lögregla vill ná tali af manni, sem mynd náðist af. fréttablaðið/AP
Lögreglan í Bandaríkjunum leggur engan sérstakan trúnað á yfirlýsingu frá pakistanskri talibanahreyfingu, sem sagðist bera ábyrgð á sprengjuárás á Times-torgi í New York.

Sprengjan hefði getað valdið miklu tjóni ef sprengibúnaður hennar hefði ekki klikkað, þegar henni hafði verið komið fyrir á torginu á laugardagskvöld.

Lögregluyfirvöld vilja ná tali af manni, sem sást í öryggismyndavélum skipta um skyrtu skammt frá árásarstaðnum. Einnig var eigandi sendibifreiðar yfirheyrður. - gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×