Erlent

Þreyttur brandari stöðvaði millilandaflug

Sprengjusveitarmenn leituðu í allri flugvélinni að sprengju sem reyndist djók.
Sprengjusveitarmenn leituðu í allri flugvélinni að sprengju sem reyndist djók.

Flugvél sem var á leiðinni til Kína frá Taipei í Taívan lenti í Hangzhou, sem er í Austur-Kína, vegna þess að karlmaður um borð í flugvélinni sagðist vera með sprengju.

Samkvæmt fréttavef BBC var flugvélinni lent í snarhasti eftir að maðurinn, sem ferðaðist á bandarísku vegabréfi og er eingöngu kallaði Lin í breskum fjölmiðlum, sagðist vera með sprengju.

Eftir að farþegaþotan lenti fór teymi sprengjusveitamanna um borð í flugvélina til þess að finna sprengjuna. Á meðan var maðurinn yfirheyrður af lögreglunni.

Í ljós kom að Lin hefur ekki lesið allar þær fréttir sem hafa verið skrifaðar um menn sem grínast með að þeir séu með sprengjur um borð í flugvélum og alvarlegar afleiðingar þess, því í ljós kom að hann var að grínast.

Brandarinn þótti ekki mjög fyndinn enda hló enginn farþegi nokkrum klukkustundum síðar þegar flugstjórar fengu loksins leyfi til þess að taka á loft á ný.

Samkvæmt heimildarmönnum sem BBC ræddi við, þá virtist Lin ekki vera mjög drukkinn þegar hann fór með gamanmálið.

Lin má hinsvegar búast við sekt vegna uppátækisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×