Erlent

Olíuflekkur ógnar lífríki á gríðarlega stóru svæði

Gríðarlega stór olíuflekkur nálgast austurströnd Bandaríkjanna allt frá Louisiana til Flórída og ógnar fiskimiðum, fjölbreyttu dýralífi við ströndina og stórum fenjasvæðum sem eru mikilvæg fyrir margar plöntur og fugla.

Viðbragðsaðilar virðast bjargarlausir gagnvart olíulekanum sem kemur frá leiðslum sem áður voru tengdar við olíuborpall sem sökk í Mexíkóflóa hinn 20. apríl.

Sjómenn frá Mississippi hafa aðstoðað í baráttunni gegn olíuflekknum með því að leggja flotgirðingar úti fyrir ströndinni, en þeir hafa ekki komist á sjó í tvo daga vegna brælu.

Barack Obama forseti Bandaríkjanna er væntanlegur á hættusvæðin í dag, en fyrirrennari hans í embætti var einmitt harðlega gagnrýndur fyrir flaustursleg og sein viðbrögð þegar fellibylur lék íbúa New Orleans illa á sínum tíma. Óttast er olíulekinn geti valdið mesta umhverfisslysi í sögu Bandaríkjanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×