Fleiri fréttir

Fritzl neyddi konu sína á makaskiptaklúbb

Sextíu og fimm ára gamall arkitekt hefur sagt dagblaðinu Österreich frá því að Josef Fritzl hafi neytt konu sína Rosemarie til þess að koma með sér á makaskiptaklúbb

Börn í Búrma berskjölduð fyrir sjúkdómum

Starfsmenn á vegum UNICEF halda áfram að ferðast til svæða sem urðu fyrir barðinu á fellibylnum Nargis, til að meta brýnustu þörf barna og kvenna og dreifa nauðsynlegum hjálpargögnum.

Gleymdi Stradivarius í leigubíl

Fiðluleikarinn Philippe Quint á leigubílstjóra einum í New York mikið að þakka. Hljóðfæraleikarinn gleymdi nefnilega fiðlunni sinni í aftursæti bílsins.

Forseti í Kína heimsækir Japan

Forseti Kína, Hu Jintao, krafðist þess af Dalai Lama, leiðtoga Tíbeta, að hann hætti að reyna að kljúfa kínversku þjóðina og efna til uppþota í tengslum við Ólympíuleikana sem fram fara í Peking í sumar.

Fimm ára telpa fannst myrt í Þelamörk í Noregi

Fimm ára telpa fannst látin í bifreið í Þelamörk í Noregi í nótt. Faðir hennar er í haldi lögreglu grunaður um að hafa orðið henni að bana. Lögregla fann stúlkuna í bílnum sem ekið hafði verið á annan bíl.

Fritzl er skuldum vafinn eftir misheppnuð fasteignaviðskipti

Josef Fritzl, maðurinn sem lokaði dóttur sína í dýflissu í 24 ár og gat með henni sjö börn er skuldum vafinn. Austurrískir lögreglumenn segja að Fritzl hafi skuldað um tvö hundruð milljónir króna þegar hann var handtekinn á dögunum.

Jafntefli í orrustum gærdagsins

Þau Barack Obama og Hillary Clinton fóru með sitthvorn sigurinn af hólmi eftir orrustur gærdagsins í forkosningunum í Bandaríkjunum.

Medvedev tekur við af Pútín

Dimitri Medvedev tekur við stjórnartaumunum úr hendi Vladimírs Pútín í dag þegar hann sver embættiseið sem þriðji forseti Rússlands frá lokum kalda stríðsins.

Skotbardagi í vesturhluta London - Byssumaðurinn látinn

Byssumaðurinn sem skaut tveimur skotum að lögreglu í vesturhluta London í kvöld lést eftir að lögreglan yfirbugaði hann. Lögreglan beitti nokkurskonar „blossa sprengjum“ sem þeir hentu inn í íbúðina og slösuðu þannig manninn.

Dagbækur Saddams úr fangelsinu birtar

Arabískt dagblað hefur birt brot úr dagbókum Saddam Hussein sem hann skrifaði eftir að hann var hnepptur í varðhald og síðar tekinn af lífi.

Búrma: 22 þúsund látnir, 43 þúsund saknað

Afleiðingar fellibylsins í Búrma verða stöðugt hryllilegri eftir því sem frá líður en nú er talið að 65 þúsund manns hafi farist í hamförunum. Ekki er útlokað að tala látinna eigi enn eftir að hækka. Íslendingur sem var í Búrma lýsir hrikalegum veðurofsa á bloggsíðu sinni. Rauði kross Íslands hefur veitt 5 milljónum króna úr hjálparsjóði sínum til neyðaraðstoðar.

Öryggismyndavélar skila litlum árangri

Þrátt fyrir að fjárfest hafi verið fyrir marga milljarða sterlingspunda í öryggismyndavélum sem ætlað er að koma í veg fyrir að glæpi á Stóra-Bretlandi, hefur slík tækni ekki skilað árangri. Þetta hefur breska blaðið Guardian eftir lögreglunni.

Gas Gas í Noregi

Mikil götuslagsmál urðu í Osló í gærkvöldi þegar lögreglan lenti í átökum við hústökufólk.

Líkur aukast á stríði milli Georgíu og Rússlands

Ráðherra í ríkisstjórn Georgíu segir land sitt vera mjög nærri því að lenda í stríði við Rússland. Hann sagði ástandið orðið mjög alvarlegt og að nú væri staðan sú að Georgíumenn verði að gera allt til að afstýra stríði við gömlu herraþjóðina. Aðspurður hve nærri þjóðirnar séu við að hefja stríð sagði hann: „Mjög nærri, því við þekkjum Rússa mjög vel."

Foreldrarnir ofurölvi á ströndinni

Bresk hjón hafa verið handtekin á sumadvalarstað í Portúgal sökuð um vanrækslu barna sinna. Hjónin voru í sumarleyfisferð á Algarve og drukku þau svo ótæpilega af víni í ferðinni að þau lognuðust bæði útaf eitt kvöldið en þau voru með þrjú ung börn með sér.

Ungir ökumenn í akstursbann á kvöldin og um helgar?

Norsk yfirvöld íhuga nú að leggja bann við því að ungir ökumenn megi keyra bíla sína á kvöldin og um helgar. Mikil umræða hefur sprottið upp í Noregi í kjölfar bílslyss í úthverfi Oslóar þar sem þrjú ungmenni létu lífið.

Öryggismyndavélarnar í London gagnslausar

Í London eru fleiri öryggismyndavélar en í nokkurri annari stórborg í Evrópu og sagt er að lögreglan geti nánast fylgst með ferðum manns allan daginn óski hún þess. Yfirmaður Lundúnalögreglunnar sem hefur umsjón með kerfinu segir þó að það hafi ekki reynst eins gott og menn vonuðust til.

26 börn látin úr gin- og klaufaveiki í Kína

Gin- og klaufaveikifaraldur sem geisað hefur í Anhui héraði í Kína hefur nú dregið 26 til dauða, aðallega börn. Kínversk yfirvöld segja að tæplega tólf þúsund hafi smitast af veirunni. Veikin hefur breiðst út um landið en Anhui hérað hefur orðið langverst úti.

Fimmtán þúsund látnir í Búrma

Þrjátíu þúsund manns er nú saknað eftir að fellibylur reið yfir Búrma á laugardag og eru að minnsta kosti fimmtán þúsund látnir.

Vill hitta Elísabetu Fritzl

Frönsk kona, sem mátti þola kynferðislega misnotkun af hendi föður síns í 28 ár og ól honum 6 börn, hefur óskað eftir að hitta dóttur Jósefs Fritzl.

Lík í frystikistunni

Þýska lögreglan handtók í morgun konu eftir að lík þriggja kornabarna fundust í frystikistu á heimili hennar.

Til hamingju með daginn....kabúmm

Ísraelar minnast þess að sextíu ár eru liðin frá stofnun ríkisins. Hátíðahöld vegna þess hefjast á miðvikudagskvöld og standa fram á föstudag.

Lét dótturina aðstoða við að reisa dýflissuna

Josef Fritzl, skrímslið frá Amstetten, fékk hjálp frá Elisabeth dóttur sinni við að innrétta dýflissuna þar sem hún mátti hýrast næstu 24 árin. Breska dagblaðið The Sun greinir frá þessu í dag og hefur eftir rannsóknarmönnum í málinu. Elisabeth var 18 ára gömul þegar faðir hennar fékk hana til að aðstoða sig við að innrétta húsnæðið í kjallara heimilis þeirra.

Óttast að fjögur þúsund séu látnir

Nú er talið að um fjögur þúsund manns hafi látist í fellibylnum sem skall á Burma um helgina. Þetta hafa þarlendir fjölmiðlar eftir almannavörnum landsins en auk þess er þrjú þúsund manns saknað að minnsta kosti.

Fundu lík þriggja kornabarna í frysti

Þýsk kona hefur verið handtekin eftir að lögregla fann lík þriggja kornabarna í frysti á heimili í bænum Wenden-Möllmicke, austur af Köln, í gær. Frá þessu greindu saksóknarar í Þýskalandi í dag.

Vilja setja takmörk á akstur ungmenna

Þrjú ungmenni létu lífið í bílslysi í Noregi í gær. Þau keyrðu á ofsahraða á tré. Áreksturinn var svo harður að tréð endaði inni í miðju bílflakinu.

Mona Lisa enn föst

Dráttarbátar reyna nú að losa skemmtiferðaskipið Monu Lisu af strandstað en það steytti á sandrifi undan strönd Lettlands. Eitt þúsund manns eru um borð í skipinu en ekki er talið að hætta steðji að því. Skipið var á leið frá þýsku borginni Kiel til Riga í Lettlandi þegar það strandaði.

Fjöldamorð í Mexíkó

Að minnsta kosti sextán manns voru drepnir í tveimur skotárásum í suðurhluta Mexíkó um helgina. Öll fórnalömbin voru meðlimir í samtökum búgarðaeigenda á svæðinu en grunur leikur á að skipulögð glæpasamtök hafi staðið að árásunum.

Féflettur á strípibúllunni Stringfellows

Á strípibúllunni Stringfellows í London fletta konur sig klæðum en þar eru karlar féflettir. Það segir norskur athafnamaður sem hugðist fara í mál við staðinn eftir fjörugt kvöld á þessum fornfræga stað. Maðurinn bauð nokkrum viðskiptafélögum sínum út á lífið í London og sagði lítið mál að sjá um reikninginn.

Ríkir í Bólivíu vilja sjálfstjórn

Forseti Bólivíu, Evo Morales, segist ekki taka mark á kosningum sem fram fóru í Santa Cruz, ríkasta héraði landsins um helgina þar sem íbúarnir kusu að krefjast sjálfstjórnar. Morales segir að kosningin sé ólögleg og því ómarktæk.

Íranar segja sama og þegið

Íranir ætla ekki að taka tilboði heimsveldanna um kjarnorkuvæðingu landsins. Í tilboðinu fólst að ef Íranar hættu framleiðslu á auðguðu úrani myndu stórveldi heimsins bjóða samvinnu við að byggja upp kjarnorkuver í landinu til rafmagnsframleiðslu.

Hjálp tekin að berast til Búrma

Hjálp er tekin að berast til Búrma en hjálparstofnanir heimsins hafa lagt hart að herforingjastjórninni í Rangoon að hleypa björgunarliði inn í landið. Fellibylur reið yfir landið um helgina og eru minns 400 látnir.

Sprenging í kínverskum strætisvagni

Þrír létust í nótt þegar strætisvagn sprakk í loft upp í úthverfi kínversku borgarinnar Sjanghæ. Kínverskar fréttastofur segja enn óljóst hvað ollið hafi sprengingunni en um fimmtíu manns voru í vagninum.

Sjá næstu 50 fréttir