Erlent

Kallað eftir aðstoð í Búrma

MYND/AP

Hjálparstofnanir biðla nú til fólks um heim allan að sýna skjót viðbrögð vegna hamfaranna í Búrma.

Mörg hundruð þúsund manns eiga nú á hættu að smitast af sjúkdómum á borð við Kóleru og blóðkreppusótt auk þess sem hungrið fer að sverfa að. Börn eru sérstaklega viðkvæm fyrir ýmsum smitpestum sem upp koma við svona aðstæður og berast á milli manna með óhreinu drykkjarvatni. Yfirvöld hafa staðfest að tuttugu og tvöþúsund manns létust en að minnsta kosti fjörutíuþúsund er saknað og því gæti tala látinna hækkað til mikilla muna á næstu dögum.

Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna standa nú í stappi við stjórnvöld í Búrma til þess að fá óheftan aðgang að flóðasvæðunum en töluverður fjöldi björgunarfólks er í Bangkok á Tælandi þar sem það bíður efir vegabréfsáritun. Langmest tjón varð í Irrawaddy héraði þar sem sjónarvottar segja að flestir hafi látist þegar tæplega fjögurra metra há flóðbylgja skall á ströndinni í kjölfar fellibylsins Nargir.

Á gerfihnattamyndum sem bandaríska geimferðastofnunin sendi frá sér má sjá að meirihluti strandhéraða í landinu fór undir vatn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×