Erlent

Öryggismyndavélarnar í London gagnslausar

Í London eru fleiri öryggismyndavélar en í nokkurri annari stórborg í Evrópu og sagt er að lögreglan geti nánast fylgst með ferðum manns allan daginn óski hún þess. Yfirmaður Lundúnalögreglunnar sem hefur umsjón með kerfinu segir þó að það hafi ekki reynst eins gott og menn vonuðust til.

Hann bendir á að einungis þrjú prósent ofbeldisglæpa sem framdir voru í borginni á síðasta ári hafi verið leystir með því að bera kennsl á ódæðismennina á myndum úr kerfinu. Yfirmaðurinn segir að koma verði upp öflugri gagnagrunni til að bera myndir saman við, auk þess sem þjálfa verði lögreglumenn betur í að nýta sér kerfið, sem kostaði milljarða sterlingspunda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×