Erlent

Fimm ára telpa fannst myrt í Þelamörk í Noregi

Fimm ára telpa fannst látin í bifreið í Þelamörk í Noregi í nótt. Faðir hennar er í haldi lögreglu grunaður um að hafa orðið henni að bana. Lögregla fann stúlkuna í bílnum sem ekið hafði verið á annan bíl.

Áverkar hennar benda þó ekki til að hún hafi látist í árekstrinum og var maðurinn sem fannst fótgangandi um kílómetra frá bílnum handtekinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×