Erlent

Íhugar rakstur og sölu skeggsins til fjáröflunar

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Kurt Beck ásamt hári og skeggi.
Kurt Beck ásamt hári og skeggi. MYND/AP

Kurt Beck, formaður þýska jafnaðarmannaflokksins, íhugar nú að raka af sér margfrægt skegg sitt og selja það.

Yrði athöfnin framkvæmd með það að augnamiði að safna einni milljón evra til góðgerðarmála. Að baki þessari fyrirætlan liggur að öllum líkindum mögulegur ásetningur Becks að bjóða sig fram til kanslara gegn Angelu Merkel sem nú situr í embætti. Hið grófa og gráleita skegg Becks er annálað í Þýskalandi og fræg eru þau ummæli eiginkonu hans, að hár hans geri hann einna líkastan naggrís.

Reuters greindi frá þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×