Erlent

Ungir ökumenn í akstursbann á kvöldin og um helgar?

Norsk yfirvöld íhuga nú að leggja bann við því að ungir ökumenn megi keyra bíla sína á kvöldin og um helgar. Mikil umræða hefur sprottið upp í Noregi í kjölfar bílslyss í úthverfi Oslóar þar sem þrjú ungmenni létu lífið.

Tvítugur ökumaður bílsins var mikill áhugamaður um kappakstur og var á ofsahraða þegar bíll hans hafnaði á tré. 18 ára gömul kærasta hans og 16 ára systir hennar létu einnig lífið í árekstrinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×