Erlent

Eldur í stærsta hóteli Noregs í morgun

Frá vettvangi í Osló í morgun.
Frá vettvangi í Osló í morgun. MYND/TV2

Stærsta hótel Noregs, Radisson SAS Plaza í miðborg Oslóar, var rýmt í morgun eftir að eldur braust út í geymslu á sautjándu hæð. Alls voru um 1200 manns í byggingunni og gekk vel að rýma hótelið sem er 37 hæðir. Eldurinn reyndist ekki mikill og lauk slökkstarfi fljótt. Auk hótelgesta voru allmargir gestir á læknaráðstefnu á hótelinu. Eldsupptök liggja ekki fyrir að sögn lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×