Erlent

Fimmtán þúsund látnir í Búrma

MYND/AP

Þrjátíu þúsund manns er nú saknað eftir að fellibylur reið yfir Búrma á laugardag og eru að minnsta kosti fimmtán þúsund látnir.

Þetta kom fram á blaðamannafundi sem utanríkisráðherra Tælands hélt með sendiherra Burma í Bangkok. Alþjóðlegar hjálparstofnanir reyna nú sitt besta til þess að koma hjálpargögnun til þurfandi á svæðinu.

Tölur um mannfall eru enn nokuð á reiki en ríkisfjölmiðillinn í landinu segir fimmtán þúsund látna. Þar af fórust tíu þúsund í einum og sama bænum. Hundruð þúsunda eru án vatns og rafmagns og enn hefur ekki náðst samband við sum svæðana sem urðu fyrir barðinu á fellibylnum.

Yfirvöld í Búrma sem hingað til hafa ekki verið þekkt fyrir samvinnu við erlendar stofnanir hafa óskað eftir aðstoð frá hverjum sem getur lagt hönd á plóginn og þykir það sýna vel hve neyðin er mikil í landinu.

Mestu skemmdirnar urðu í Irrawata héraði sem er við ströndina. Mynduðus mikil flóð í kjölfar stormsins sem bókstaflega færðu allt í kaf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×