Erlent

Foreldrarnir ofurölvi á ströndinni

Bresk hjón hafa verið handtekin á sumadvalarstað í Portúgal sökuð um vanrækslu barna sinna. Hjónin voru í sumarleyfisferð á Algarve og drukku þau svo ótæpilega af víni í ferðinni að þau lognuðust bæði útaf eitt kvöldið en þau voru með þrjú ung börn með sér.

Kalla þurfti til sjúkrabíl á hótel hjónanna og voru þau flutt á sjúkrahús vegna áfengiseitrunar. Börnin eru eins, tveggja og sex ára gömul.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×