Erlent

Líkur aukast á stríði milli Georgíu og Rússlands

Ráðherra í ríkisstjórn Georgíu segir land sitt vera mjög nærri því að lenda í stríði við Rússland. Hann sagði ástandið orðið mjög alvarlegt og að nú væri staðan sú að Georgíumenn verði að gera allt til að afstýra stríði við gömlu herraþjóðina. Aðspurður hve nærri þjóðirnar séu við að hefja stríð sagði hann: „Mjög nærri, því við þekkjum Rússa mjög vel."

Rússar hafa ákveðið að senda fleiri hermenn til Abkhaziu en héraðið, sem áður tilheyrði Georgíu, hefur lýst yfir sjálfstæði. Rússar segja aukinn vígbúnað nauðsynlegan vegna þess að Georgíumenn séu við það að ráðast inn í héraðið. Þá hafa Rússar sakað Georgíu um að reyna að draga Vesturveldin inn í stríð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×