Erlent

Sarkozy opinn fyrir því að sniðganga Ólympíuleikana

Samtökin „Fréttamenn án landamæra" saka kínversk stjórnvöld um að hafa fengið Ólympíuleikana gegn loforðum um bætt mannréttindi sem þeir standi ekki við.
Samtökin „Fréttamenn án landamæra" saka kínversk stjórnvöld um að hafa fengið Ólympíuleikana gegn loforðum um bætt mannréttindi sem þeir standi ekki við. MYND/Fréttamenn án landamæra/AFP

Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, hefur sagt að „allir möguleikar séu opnir” um þá spurning hvort sniðganga eigi sumarólympíuleikana í Kína í ár vegna átakanna í Tíbet. Aðstoðarmenn hans segja að Frakkland sé enn andvígt því að leikarnir verði sniðgengnir að fullu en yfirvöld gætu íhugað að halda sig fjarri opnunarhátíðinni. 

Jacques Rogge, forseti Alþjóðaólympíusambandsins, sagði í síðustu viku að það væri uppörvandi að engin af helstu ríkisstjórnum heims hefði stutt samskiptabann. Sarkozy svaraði hins vegar fréttamönnum á ferð sinni um Pýrenna-hérað. Hann sagði að allir möguleikar væru opnir og hann biðlaði til ábyrgðartilfinningar kínverskra leiðtoga.

Frakkland og önnur vestræn ríki hafa hvatt stjórnvöld í Peking til að hefja viðræður við Dalai Lama sem er í útlegð frá Tíbet. Kínverjar segja að 19 manns hafi verið drepnir af mótmælendum og saka Dalai Lama um að hvetja til ofbeldisins. Tíbetski útlaginn segir hins vegar að 130 manns hið minnsta hafi látið lífið í aðgerðum kínverskra hersins og neitar að eiga nokkurn þátt í mótmælunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×