Erlent

Fyrrverandi kona Sarkozy giftir sig á ný

Cecilia Ciganer-Albeniz og Richard Attias í New York á laugardag.
Cecilia Ciganer-Albeniz og Richard Attias í New York á laugardag. MYND/AP

Cecilia, fyrrverandi eiginkona Nicolasar Sarkozy, forseta Frakklands er búin að gifta sig á ný. Nýi eiginmaðurinn er marókkoskur auðmaður sem heitir Richard Attias. Cecilia og franski forsetinn skildu í október síðastliðnum eftir ellefu ára brokkgegnt hjónaband. Cecilia og Richard giftust í Rockefeller Center í New York.

Forsetinn kvæntist sjálfur á nýjan leik fyrir einum mánuði. Hans nýi maki er fyrirsætan Carla Bruni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×