Erlent

Segir bandaríska hermenn ekki hafa fallið til einskis

George W. Bush yngri.
George W. Bush yngri.
George Bush Bandaríkjaforseti sagði í gær að þeir bandarísku hermenn sem hefðu fallið í Írak á síðustu fimm árum hefðu ekki fallið til einskis. Þá ítrekuðu bandarísk stjórnvöld að hermenn yrðu ekki kvaddir heim í bráð. Sprengja varð fjórum bandarískum hermönnum að bana á sunnudagskvöld og þar með var fjöldi fallinna kominn í fjögur þúsund. Bush sagði að þegar fram liðu stundir myndu menn þakka guði fyrir að hugrakkir menn hefðu viljað gegna herskyldu í Írak og leggja grunn að friði fyrir komandi kynslóðir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×