Erlent

Leitað að lettneskum auðjöfri

Leonid Rozhetskin útskrifaðist úr lagadeild Harvard háskóla árið 1990.
Leonid Rozhetskin útskrifaðist úr lagadeild Harvard háskóla árið 1990. MYND/MySpace.com

Lettneska lögreglan leitar nú að Leonid Rozhetskin rússnesk-ættuðum auðjöfri sem hvarf á dularfullan hátt úr glæsihúsi sínu á Balkanskaga fyrir einni viku.

AP fréttastofan hefur eftir lettneskum embættismönnum að blóðblettir hefðu fundist í húsinu í hafnarbænum Jurmala.

Auðjöfurinn er 41 árs gamall og bandarískur ríkisborgari. Hann sást síðast í húsinu 16. mars. Hann á meðal annars stóran hlut í viðskiptafríblaðinu City AM í London og vinnur sem kvikmyndaframleiðandi í Los Angeles. Á tíunda áratugnum vann hann ýmis trúnaðarstörf í Rússlandi. Hann stofnaði meðal annars Renaissance Capital fjárfestingarbankann í Moskvu og varð seinna stjórnarformaður námurisans Norilsk Nickel.

Samkvæmt heimasíðu hans á MySpace á hann hlut í L+E kvikmyndaframleiðslufyrirtækinu í Los Angeles.

Rozhetskin fæddist í Pétursborg árið 1966, en fjölskylda hans fluttist til Bandaríkjanna árið 1980. Þar hlaut hann menntun sína og útskrifaðist frá lagaskóla Harvard.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×