Erlent

250 landflótta Tíbetar handteknir

Óöld hefur ríkt í Lhasa í Tíbet vegna mótmæla.
Óöld hefur ríkt í Lhasa í Tíbet vegna mótmæla. MYND/AFP

Tvöhundruð og fimmtíu landflótta Tíbetar voru handteknir í mótmælagöngu í Katmandu, höfuðborg Nepals í dag. Göngufólkið var að reyna að komast að höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í Katmandu. Mótmælafundir hafa verið haldnir daglega í Nepal undanfarnar vikur. Þar búa um 20 þúsund Tíbetar sem flúðu land sitt eftir misheppnaða uppreisn gegn Kínverjum árið 1959.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×