Erlent

Fornfrægt vændishús lokar leggöngunum

Frá Hotel Luxor.
Frá Hotel Luxor. MYND/AP

HAMBORG (Reuters) Eigandi elsta starfrækta vændishúss Hamborgar, Waltraud Mehrer, hefur ákveðið að loka dyrum sínum og hætta rekstri en henni þykir sem hið nafntogaða rauðljósahverfi borgarinnar, St. Pauli, hafi munað sinn fífil fegurri. „Þetta er búið, viðskiptin eru bara ekki eins og þau voru áður. Við vorum með 10 starfandi stúlkur hér en nú eru þær bara fjórar," sagði Mehrer sem rekið hefur hið alræmda Hotel Luxor sl. 22 ár. Hún selur húsið nú fjárfesti. Hotel Luxor er eina fjölskyldufyrirtækið sem býður vændi við aðalgötuna Reeperbahn en tengdafaðir Mehrer hóf reksturinn á sínum tíma. Sonur hennar rekur öldurhús í sömu byggingu.

Mehrer segir öldina heldur hafa verið aðra er Gaukur bjó á Stöng en St. Pauli-hverfið sé nú aðeins svipur hjá sjón samanborið við gullaldardagana á sjöunda áratugnum en þá hafi sjómenn stundað hverfið grimmt auk þess sem það hafi notið mikilla vinsælda meðal japanskra, írskra og breskra ferðamanna. „Við höfum átt frábærar stundir hérna en tímarnir hafa bara breyst og við verðum bara að lifa með því," sagði Mehrer að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×