Fleiri fréttir

Fujimori verður framseldur

Hæstiréttur í Chile hefur ákveðið að framselja Alberto Fujimori fyrrverandi forseta Perú. Fujimori er sakaður um fjárdrátt og mannréttindabrot í valdatíð sinni á tíunda áratugnum.

Bankarán í Danmörku

Tveir grímuklæddir menn vopnaði hnífum rændu útibú Danske Bank í bænum Lyngby í Danmörku í morgun. Mennirnir ógnuðu starfsfólki bankans og höfðu á brott með sér peninga sem þeir tóku úr peningakassa gjaldkera.

Gera loftárásir á Tamíl Tígra

Stjórnarher Sri Lanka gerði í morgun loftárásir á bækistöðar uppreisnarmanna Tamíl Tígra á yfirráðasvæði þeirra í norðurhluta landsins. Þetta er í annað sinn á tveimur dögum sem herinn gerir árás á svæðið, en þeir segjast hafa fyrir því heimildir að þar fari nú fram fundur háttsettra Tamíltígra.

Tveir særast í skotárás í Delaware-háskóla

Tveir nemendur særðust í skotárás í háskólanum í Delaware í Bandaríkjunum í morgun. Þeir voru fluttir á sjúkrahús þar sem annar þeirra berst nú fyrir lífi sínu að sögn Fox fréttastofunnar.

Rauðu ljósin slokkna í Amsterdam

Um þriðjungur af Rauða hverfinu svokallaða í Amsterdam heyrir brátt sögunni til. Stærsti hóruhúsaeigendi borgarinnar hefur nefnilega selt starfsemi sína til fasteignafélags. Alls er um 18 byggingar að ræða með 51 rauðlýsandi gluggum. Verðið á þessum húsum nemur tæpum 2 milljörðum króna.

Vilja taka harðar á einelti á netinu

Yfirvöld í Bretlandi hvetja skóla í landinu til að taka harðar á nemendum sem leggja önnur börn í einelti gegnum net og farsíma. Meira en þriðjungur unglinga í Bretlandi hefur orðið fyrir einhverskonar einelti á netinu, eftir því sem fram kemur í rannsókn stjórnvalda.

Nýr olíu- og orkumálaráðherra í Noregi

Olíu- og orkumálaráðherra Noregs,Odd Roger Enoksen, hefur sagt af sér og Áslaug Haga, flokkssystir hans, tekur við. Frá þessu var greint á blaðamannafundi sem Jens Stoltenberg forsætisráðherra boðaði til í morgun.

Framdi sjálfsmorð í Woolworths

23 ára gamall maður framdi í gær sjálfsmorð í matvöruverslun Woolworths í Cornish á Bretlandi. Maðurinn ruddist inn í verslunina um miðjan dag í gær og veifaði hnífi. Starfsfólk búðarinnar rýmdi hana umsvifalaust og hringdi á lögreglu og sjúkralið. Þegar sjúkraliðið kom á vettvang hafði maðurinn skorið sig á háls. Að sögn BBC fréttastofunnar var maðurinn látinn þegar að var komið. Starfsfólk var mjög slegið yfir atburðinum, og var boðin áfallahjálp.

Tævan vill ekki sjá Ólympíueldinn

Ólympíueldurinn er ekki velkominn í Tævan. Þessu eru stjórnvöld þar hörð á, en Kína og Tævan deila nú um hvaða leið eldurinn á að fara á leið sinni til Ólympíuleikana í Peking árið 2008.

Fimmtán ára nauðgar og myrðir gamla konu

Fimmtán ára drengur var í gær úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Álaborg, eftir að hafa viðurkennt að hafa nauðgað og myrt áttatíu og fimm ára gamla konu. Danska ríkisútvarpið greindi frá þessu í dag. Drengurinn stakk af frá stofnun þar sem hann var vistaður og braust inn í íbúð konunnar þar sem hann framdi morðið.

Hjónaband bundið við 7 ár

Þýska þingkonan Gabriele Pauli hefur valdið töluverðu uppnámi meðal flokkssystkina sinna eftir að hún flutti tillögu á þinginu um að hjónaband ætti að hámarki að vera til sjö ára. Eftir þann tíma gætu hjón síðan sótt um framlengingu þess.

Boðar heilagt stríð í Pakistan

Osama Bin Laden hefur hvatt Pakistana til heilags stríðs gegn stjórnvöldum í landinu. Þetta kemur fram á nýrri segulbandsupptöku með Bin Laden en hann segir að hefna verði árásar stjórnvalda á Rauðu moskvuna í Islamabad með þessum hætti.

Sviss ekki lengur skúrkaskjól

Sviss er fyrsta landið sem gerst hefur aðili að alþjóðlegu átaki til að skila fjármunum aftur til landa þar sem spillt stjórnvöld hafa stolið þeim. Um er að ræða sameiginlegt átak á vegum Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðabankans.

Landbúnaðarráðherra Bandaríkjanna hættir

Mike Johanns landbúnaðarráðherra Bandaríkjanna hefur hætt störfum eftir næstum þrjú ár í embætti. Johanns býður sig fram til öldungadeildarþings í Nebraska, þar sem hann naut vinsælda sem ríkisstjóri tvö kjörtímabil. Bush Bandaríkjaforseti tilkynnti ákvörðun Johanns í dag, en hann er sá síðasti í röð háttsettra embættismanna í stjórn Bush að láta af embætti.

Bin Laden hvetur til heilags stríðs

Osama Bin Laden hvetur til heilags stríðs í Pakistan til að hrinda Pervez Musharraf af stóli sem forseta landsins. Í nýrri hljóðupptöku sem birt var á íslamskri vefsíðu í dag lofar hann hefnd fyrir áhlaupið á Rauðu moskuna í Islamabad í júlí þar sem hundruð manna voru í gíslingu.

Bush boðar friðsamlega lausn í Íran

George Bush sagði í dag að hann væri vongóður um að sannfæra írani í gegnum diplomatískar leiðir að hætta við kjarnorkuáætlanir sínar. Hann sagði að Bandaríkjastjórn myndi viðhalda þrýstingi á yfirvöld í Íran, en það yrði gert á friðsamlegan hátt.

Systir lestarstöðvarstúlkunnar hræddist föðurinn

Grace Xue hálfsystir stúlkunnar sem var yfirgefin á lestarstöð í Ástralíu á laugardag segir að hún hafi áhyggjur af líðan Qian systur sinnar og að sem barn hafi hún óttast föður sinn. Hann hafi yfirgefið hana einungis tveimur mánuðum eftir komuna til Nýja Sjálands og hún hafi ekki átt í nein hús að venda.

Svartbirnir komust ekki í hengirúm

Tveir ungir svartbirnir áttu í erfiðleikum með að koma sér vel fyrir í hengirúmi í New Jersey í Bandaríkjunum í gær. Aðfarirnar voru festar á filmu.

SÞ rannsaki morðið á Ghanem

Forsætisráðherra Líbanons hefur óskað eftir því að Sameinuðu þjóðirnar rannsaki morði á líbanska þingmanninum Antoin Ghanem í gær. Hann týndi lífi í öflugri sprengjuárás ásamt sex öðrum.

Vill hámarkslengd á hjónabönd

Þýskur stjórnmálamaður hefur verið útskúfaður af flokk sínum eftir að hún lagði til að sjö ár yrðu hámarkslengd hjónabanda. Gabriele Pauli sem er umdeildur íhaldsmaður sagði að öll hjónabönd ættu að vera innan þessa tímaramma til að spara útgjöld við skilnaði og þrýsta á fólk að reyna betur. Eftir sjö ára tímabilið gætu hjón óskað eftir að hjónabandinu yrði framlengt.

Brown: Annaðhvort ég eða Mugabe

Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands segir að hann muni ekki sækja ráðstefnu Evrópu-og Afríkulanda ef Robert Mugabe forseti Zimbabwe verði á meðal ráðstefnugesta. Brown segir að ástæðan sé sú að vera Mugabes á fundinum muni gera lítið úr honum, þar sem hann sé ábyrgur fyrir misnotkun á eigin þjóð, pyntingum og stórkostlegri kúgun á pólitískum andstæðingum sínum.

Rice þrýstir á friðarfund Miðausturlanda

Condoleezza Rice þrýsti á leiðtoga Ísrael og Palestínu í dag um friðarráðstefnu Miðausturlanda þrátt fyrir vaxandi spennu á Gaza. Ráðstefnan er fyrirhuguð í nóvember. Rice er í Ramallah þar sem hún fundar með Mahmoud Abbas leiðtoga Palestínu eftir fund með Shimon Peres forseta Ísraels.

Bin Laden lýsir yfir stríði við Pakistan

Osama bin Laden lýsir yfir stríði á hendur Perves Musharraf forseta Pakistan og her landsins í myndbandi sem birt verður á íslamskri vefsíðu. Fyrirsagnir á vefsíðunni segja ekki hvenær myndbandið verður birt, en áður hafa myndbönd al-Kaída verið birt á síðunni.

Kennsl borin á lík móður lestarstöðvarstúlkunnar

Lögreglan í Nýja Sjálandi hefur gefið út handtökuskipun á föður stúlkunnar sem skilin var eftir á lestarstöð í Ástralíu eftir að kennsl voru borin á lík móður stúlkunnar. Líkið fannst í gær í skotti bifreiðar fyrir utan heimili fjölskyldunnar á Nýja Sjálandi.

Loftárás á vopnaflutningalest

Nýjar upplýsingar hafa skotið upp kollinum um hvað íraelski flugherinn var að ráðast á, þegar hann gerði loftárás innan landamæra Sýrlands fyrr í mánuðinum Flestir hafa hingað til álitið að loftárás Íraela hafi beinst að kjarnorkuveri í Sýrlandi en heimildir innan stjórnar Ísrael segja að árásin hafi verið gerð á vopnaflutningalest á leið til Líbanon.

Dýrt að hlusta á Al Gore

Al Gore er þekktur fyrir baráttu sína gegn loftlagsbreytingum þeim sem nú eiga sér stað í heiminum. En það kostar skildinginn að hlusta á skoðanir Gore. Ástralskir fjölmiðlar hafa töluvert fjallað um hádegisverðarfund sem Gore og John Howard forsætisráðherra landsins héldu í Sidney í gærdag. Alls keyptu 700 manns sér aðgang að fundinum og komust færri að en vildu.

Dan Rather krefst skaðabóta frá CBS

Bandaríski fréttaþulurinn Dan Rather hefur höfðað mál á hendur sjónvarpsstöðinni CBS fyrir samningsbrot. Krefst hann þess að stöðin greiði honum um 4,4 milljarða króna í skaðabætur.

Formlegri leit að Steve Fossett hætt

Yfirvöld í Nevada fylki í Bandaríkjunum hafa fyrirskipað að formlegri leit að ævintýramanninum og auðjöfrinum Steve Fossett skuli hætt. Fossett hefur verið leitað í tvær vikur en án árangurs.

Madeleine málið tekur nýja stefnu

Rannsókn portúgölsku lögreglunnar á hvarfi Madeleine McCann virðist hafa tekið nýja stefnu. Samkvæmt heimildum Sky News fréttastofunnar hefur portúgalska lögreglan ekki lengur í hyggju að kalla foreldra stúlkunnar til yfirheyrslu.

Næstráðandi Rauðu Kmerana handtekinn

Næstráðandi Rauðu Kmeranna í Kambódíu var handtekinn í dag. Eftir er að ákveða hvort hann verði kærður fyrir þjóðarmorð. Sérstakur dómstóll Sameinuðu þjóðanna rannsakar nú fjöldamorð Kmeranna á valdatíma þeirra.

Gasa-ströndin óvinasvæði

Ísraelar hafa skilgreint Gasa-ströndina sem óvinasvæði vegna síendurtekinna eldflaugaárása Hamas-liða á Ísrael þaðan. Hamas-liðar segja þetta stríðsyfirlýsingu. Ákvörðun Ísraela gæti leitt til þess að þeir lokuðu fyrir vatni, eldsneyti og rafmagn til svæðisins.

Þjóðverjar greiða Gyðingum skaðabætur

Þýsk stjórnvöld ákváðu í dag að greiða öllum þeim Gyðingum sem voru í nauðungarvinnu í Þýskalandi á tímum nasista skaðabætur. Hver og einn fær um 176 þúsund krónur í sinn hlut en heildargreiðslur geta numið allt að 9 milljörðum króna.

Erdogan vill ekki mismuna konum út af höfuðklútum

Tayyip Erdogan forsætisráðherra Tyrklands varði í dag fyrirhugaðar breytingar sínar á stjórnarskrá landsins, en veraldlega þenkjandi gagnrýnendur hans eru æfir yfir því að hann hafi aflétt banni við því að kvenkyns háskólanemar gangi með höfuðklút.

Bíll líbansks þingmanns sprengdur í loft upp

Líbanski þingmaðurinn Antoine Ghanem, sem var mikill andstæðingur Sýrlandsstjórnar, lést í sprengjutilræði í Beirút í morgun. Fimm aðrir létust og minnst fjórir særðust þegar bíll Ghanems sprakk. Hús í nágrenninu skemmdust og kviknaði í minnst fjórum bílum.

OJ Simpson fyrir dómara

OJ Simpson voru nú áðan birtar ákærur gegn honum fyrir rétti í Nevadafylki í Bandaríkjunum vegna þjófnaðar á minjagripum á hótelherbergi í Las Vegas síðastliðinn fimmtudag. Dómarinn fór fram á 10 milljóna króna tryggingu gegn lausn hans.

Kusu gegn auknum réttindum Guantanamofanga

Öldungadeild bandaríska þingsins felldi í dag tillögu um að veita föngum í Guantanamo rétt til að fá úr málum sínum skorið fyrir bandarískum dómstólum. Lögin hefðu verið afturhvarf frá einu af lykilatriðum í stríðinu gegn hryðjuverkum, en þau hefðu veitt grunuðum erlendum hryðjuverkamönnum Habeas corpus, sem felur í sér grundvallarvernd gegn handahófskenndu varðhaldi án dómsúrskurðar, og pyndingum.

Dætur Pavarottis véfengja erfðaskrá

Þrjár dætur Luciano Pavarottis af fyrra hjónabandi deila nú um erfðaskrá hans eftir að í ljós kom að hann ánafnaði eiginkonu sinni eignir í Bandaríkjunum sem metnar eru á tvo milljarða.

Adnan og Sana eru skilin

Adnan og Sana Klaric eru skilin. Þau búa í bænum Zenica í Bosníu. Adnan er 32. ára og Sana 27. Adnan ákvað að skilja við Sönu eftir að hann komst að því að hún hafði verið að daðra við karlmann á netinu. Sana ákvað að skilja við Adnan eftir að hún komst að því að hann hafði verið að daðra við konu á netinu.

Lýsa Gaza strönd óvinasvæði

Ríkisstjórn Ísraels hefur lýst Gaza ströndina óvinasvæði í kjölfar síendurtekinna eldflaugaárása á landið frá vígamönnum Hamas á Gaza. Ákvörðunin gæti leitt til þess að Ísraelar loki fyrir flutning á vatni, eldsneyti og rafmagni til svæðisins.

Móðir yfirgefnu stúlkunnar var myrt

Lík móður stúlkunnar sem var yfirgefin á lestarstöð í Ástralíu á laugardag fannst í dag. Lögreglan hafði leitað konunnar frá því á laugardag og fann lík hennar í skotti bíls við heimili fjölskyldunnar á Nýja Sjálandi. Bíllinn er skráður á föður stúlkunnar sem er þriggja ára.

Eyddu vitlausu fóstri

Tveir ítalskir læknar sem eyddu heilbrigðu fóstri fyrir slysni eiga yfir höfði sér kæru vegna vanrækslu í starfi. Í aðgerðinni, sem fór fram í júní, ætluðu læknarnir sér að eyða tvíbura sem greinst hafði með Downs heilkenni. Eftir sónarskoðun skiptu læknarnir um stað og hófu aðgerðina, en eyddu hinum tvíburanum sem var heilbrigður.

Síðasti eftirlifandi Rauði Khmerinn kærður

Sérstakur dómstóll á vegum Sameinuðu þjóðanna sem rannsakar nú fjöldamorð Rauður Khmeranna í Kambódíu hefur kært fyrrverandi næstæðsta yfirmann þeirra fyrir glæpi gegn mannkyni.

Ferðir sendifulltrúa takmarkaðar

Bandarískum sendifulltrúum í Írak er nú bannað að ferðast utan Græna svæðisins svokallaða í Bagdad. Þetta var ákveðið eftir að írösk yfirvöld bönnuðu starfsemi verktakafyrirtækisins Blackwater í landinu. Fyrirtækið hefur annast gæslu sendifulltrúa.

Spútnik fimmtíu ára

Fyrir fimmtíu árum greip um sig mikil skelfing í Bandaríkjunum vegna áttatíu og þriggja kílóa málmbolta. Risastórar fyrirsagnir í blöðunum voru eins og heimsendir væri í nánd. Í herstöðvum Bandaríkjanna víða um heim fengu allir skammbyssur sem þeir áttu að bera á sér dag og nótt. Ástæðan fyrir þessari skelfingu var sú að málmboltinn var á braut um jörðu. Og Rússar höfðu sent hann þangað.

Danskir hermenn særast í Afganistan

Tveir danskir hermenn særðust í morgun í bardaga við talíbana í Helmandsýslu í Afganistan. Annar hermannnanna var skotinn í brjóstið og aðra höndina, en hinn fékk skot í fótlegg. Mennirnir voru fluttir á hersjúkrahús en eru ekki í lífshættu. Danskar hersveitir berjast nú undir stjórn breska hersins í Halmandsýslu.

Sjá næstu 50 fréttir