Fleiri fréttir Fjöldi tungumála í útrýmingarhættu Málvísindamenn óttast að á komandi árum muni fjöldi tungumála í útrýmingarhættu aukast hratt. Mörg eru nú þegar nánast útdauð. Þeir hafa skilgreint fimm svæði í heiminum þar sem vandamálið er hvað verst. Tungumál frumbyggja í norðurhluta Ástralíu er talið vera í hvað mestri útrýmingarhættu. 18.9.2007 20:03 Kærðir fyrir að brjóta viðskiptabann á Íran Bandarísk yfirvöld kærðu í dag hollenskt fyrirtæki fyrir brjóta gegn viðskiptabanni Bandaríkjamanna á Íran. Hollenska fyrirtækið keypti flugvélaparta frá Bandaríkjunum og endurseldi þá til Írans. Eigandi fyrirtækisins á yfir höfði sér 50 ára fangelsi og sekt upp á allt að 65 milljónir króna verði hann fundinn sekur. 18.9.2007 19:08 Óttast um móður yfirgefnu stúlkunnar Óttast er um afdrif móður stúlkunnar sem var skilin eftir á brautarpalli í Melbourne í Ástralíu nýlega. Leitað er að föðurnum um allan heim. Pabbinn sem skildi fjögurra ára dóttur sína, Qian Xun Xue, eftir á brautarpalli í Melbourne er enn ekki kominn fram, þó leitað sé um allan heim. 18.9.2007 18:46 Breska stjórnin ver sparifjáreigendur Breska stjórnin hefur heitið sparifjáreigendum því að þeir muni ekki tapa innistæðum sínum hjá Northern Rock, bankanum sem hefur staðið tæpt undanfarna daga. 18.9.2007 18:44 Evrópusambandið endurskoðar innflutningsbann Sérfræðingar hjá Evrópusambandinu munu endurskoða innflutningsbann á breskar landbúnaðarvörur um næstu mánaðamót. Evrópusambandið lokaði á allan innflutning á fersku kjöti, búfénaði og mjólkurafurðum frá Bretlandseyjum í síðustu viku eftir að gin-og klaufaveikismit greindist á nautgripabúi í suðurhluta Englands. 18.9.2007 17:40 Tímamótabreyting á stjórnarskrá Zimbabwe Stærsti stjórnarandstöðuflokkur Zimbabwe segir að náðst hafi samkomulag við ríkisstjórnina um lagabreytingu á stjórnarskránni. Um er að ræða tímamótabreytingu sem kemur flestum mjög á óvart. Breytingarnar munu gera sameiginlegt framboð til þing- og forsetakosninga mögulegar árið 2008. Þær munu meðal annars leiða af sér fjölgun þingmanna. 18.9.2007 17:07 Írakar endurskoða öryggisfyrirtæki Yfirvöld í Írak segja að þau muni endurskoða stöðu allra öryggisfyrirtækja í einkaeigu sem stunda rekstur í landinu. Yfirlýsingin kemur eftir að byssubardagi öryggisvarða í Baghdad kostaði átta óbreytta borgara lífið. Ríkisstjórnin sagði að hún vildi komast að því hvort fyrirtækin færu eftir lögum í landinu. 18.9.2007 16:29 Löggur reknar í kippum Héraðsstjórinn í Uttar Pradesh héraði í Indlandi hefur rekið um 10.500 lögregluþjóna úr starfi á einni viku. Héraðsstjórinn segir að þeir hafi keypt sér embættin til þess að geta hagnast á mútum og öðru ólöglegu athæfi. Yfir 22000 lögregluþjónar eru enn til rannsóknar og viðbúið að einhverjir þeirra verði einnig reknir. 18.9.2007 15:43 Athyglina aftur á leitina að Madeleine Fjölskylda Madeleine McCann kallaði í dag eftir því að endi yrði bundinn á stjórnlausar vangaveltur um málið og að athygli yrði aftur beint að leit stúlkunnar. Clarence Mitchell talsmaður fjölskyldunnar sagði að vangaveltur um hvort Kate og Gerry McCann hefðu harmað dóttur sína væru eins „fáránlegar og þær væru fjarstæðukenndar.“ 18.9.2007 15:18 Sádi-Arabískar konur vilja ökubanni aflétt Konur í Sádi-Arabíu berjast nú í fyrsta sinn fyrir því að fá ökubanni kvenna í konungsríkinu verði aflétt. Meðlimir í nefnd sem beitir sér fyrir þessum rétti kvenna munu leggja fram beiðni við þingið fyrir sunnudag, en þá er þjóðhátíðardagur landsins. 18.9.2007 14:18 Rússar óttast stríðsátök í Íran Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússa lét í dag hafa eftir sér að hann hræddist yfirvofandi hættu á stríði í Íran eftir samtal við franska utanríkisráðherrann, Bernard Kouchner. Á sunnudag ollu ummæli Kouchners um Íran mikilli spennu í Teheran, en hann sagði að heimurinn yrði að „undirbúa sig fyrir það versta, og það versta væri stríð.“ 18.9.2007 13:56 Þriðji maðurinn handtekinn í Simpson málinu Karlmaður á sextugsaldri var handtekinn í Las Vegas í Bandaríkjunum í dag í tengslum við vopnað rán sem framið var á hótelherbergi í borginni á fimmtudag. O.J. Simpson var handtekinn í fyrrakvöld fyrir meinta aðild að ráninu á The Palace Station hótelinu. 18.9.2007 13:37 Abe áfram á sjúkrahúsi Shinzo Abe forsætisráðherra Japans verður áfram á spítala og alls óvíst er hvenær hann kemur aftur til vinnu. 18.9.2007 12:10 Biðraðir minnka við Northern Rock Hlutabréfaverð í Northern Rock bankanum í Bretlandi hækkaði á ný í morgun eftir að bresk stjórnvöld hétu því að sparifjáreigendur myndu engu tapa á viðskiptum sínum við bankann. 18.9.2007 12:10 Franska stjórnin ósammála um innflytjendafrumvarp Ráðherrar í Frakklandi hafa brugðist ókvæða við frumvarpi eigin stjórnar um að skylda innflytjendur til að fara í DNA rannsókn og frönskupróf. 18.9.2007 12:08 Mikill vindsnúningur þegar vélin fórst Háttsettur embættismaður í taílensku flugumferðarstjórninni segir að mikill vindsnúningur hafi orðið í þann mund sem vélin sem fórst á Phuket-flugvelli var að lenda. Áttatíu og níu manns fórust þegar vélin brotlenti, og brann. Embættismaðurinn segir að flugmenn vélarinnar hafi vitað af þessum vindsnúningi. 18.9.2007 11:45 Portúgalska lögreglan á ystu nöf? Portúgalskir fjölmiðlar velta því nú fyrir sér hvort þarlend lögregluyfirvöld hafi farið út á ystu nöf með því að bendla foreldra Madeleine við dauða hennar. Efi á sakleysi McCann hjónanna hefur dvínað og almenningsálitið snúist þeim aftur í vil eftir að portúgalskur dómari neitaði að fyrirskipa að Kate skyldi snúa aftur til yfirheyrslu. 18.9.2007 10:59 Grænlensk börn fara svöng í rúmið Níu prósent barna á Grænlandi lifa neðan við fátækramörk, samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð hefur verið þar í landi. Stjórnandi rannsóknarinnar, Sissel Lea Nielsen, segir að fátækt grænlenskra barna eigi sér margar birtingarmyndir. Til dæmis hafi foreldrar ekki efni á að láta börn sín taka þátt í tómstundaiðkun og félagslífi. 18.9.2007 10:53 Óttast um móður lestarstöðvar-stúlkunnar Lögregla í Ástralíu, Nýja Sjálandi og Bandaríkjunum leitar nú foreldra þriggja ára stúlku sem skilin var eftir á lestarstöð í Ástralíu á laugardag. Óttast er um móður stúlkunnar sem hefur ekki sést síðan 10. september. Bíll konunnar sem er kínversk fannst við flugvöllin í Auckland á Nýja Sjálandi í gær. 18.9.2007 10:23 Vilja leyfa það aftanfrá Þingið í Singapore vill afnema bann við munn- og endaþarmsmökum. Þó ekki fyrir samkynhneigða. Hingaðtil hefur verið blátt bann við slíkum leikjum jafnvel innan veggja heimilisins. Hvort sem gagnkynhneigð eða samkynhneigð pör hafa átt í hlut. 18.9.2007 10:22 Hrísgrjónakast bannað í Feneyjum Massimo Cacciari borgarstjóri Feneyja íhugar nú að banna hrísgrjónakast við brúðkaup í borginni Til þessa ráðs ætlar borgarstjórinn að grípa til að reyna að koma böndum á ört vaxandi fjölda af dúfum í borginni. 18.9.2007 08:06 Fellibylur nálgast Shanghai Verið er að flytja um 200.000 af íbúum Shanghai á brott frá henni en búist er við að fellibylurinn nái til borgarinnar einhverntímann í kvöld. Fellibylurinn, sem hlotið hefur nafnið Wipha, er af styrkleikaflokki fjögur og vindhraði hans er nú um 250 km á klukkustund. 18.9.2007 07:35 Spilltar löggur í Brasilíu handteknar Lögreglan í Rio de Janeiro handtók 52 kollega sína í viðamikilli aðgerð í dag. Lögreglumennirnir sem handteknir voru eru sakaðir um að hafa þegið fé frá glæpagengjum og aðstoðað foringja klíkanna við að forðast handtöku í staðinn. 17.9.2007 23:26 Enn eitt gin- og klaufaveikismit á Englandi Nýtt gin- og klaufaveikismit greindist á sauðfjárbúi í suðurhluta Englands í dag. Búið er fyrir innan það varnarsvæði sem sett var upp í síðustu viku. Bresk yfirvöld hafa þegar fyrirskipað að allt sauðfé á búinu verði skorið niður. 17.9.2007 20:57 Draga úr leit að Steve Fossett Yfirvöld í Nevada fylki í Bandaríkjunum hafa ákveðið að draga verulega úr leit að ævintýramanninum og auðjöfrinum Steve Fossett. Aðeins tvær flugvélar voru við leitarstörf í dag en í síðustu viku voru þær tuttugu talsins. Steve Fosset hefur nú verið saknað í tvær vikur. 17.9.2007 20:39 Reyndi að strjúka úr fangelsi með tannkremi Enskur fangi beitti frekar óvenjulegri aðferð til að reyna strjúka úr fangelsi á eyjunni Wight á Ermasundi. Vopnaður matskeið gróf fanginn, Colin Warren, göng úr fangaklefa sínum og notaðist síðan við tannkrem til að hylja gatið á daginn. 17.9.2007 20:10 Varar við vaxandi fordómum í garð múslima í Evrópu Yfirmaður mannréttindarnefndar Sameinuðu þjóðanna, Louise Arbour, varar við vaxandi fordómum í garð múslima í Evrópu og telur mikilvægt að ríkisstjórnir í álfunni taki strax á vandanum. Ný skýrsla, sem kynnt var í síðustu viku, þykir benda til þess að umburðarlyndi meðal Evrópubúa gagnvart múslimum fari minnkandi. 17.9.2007 19:23 Pabbinn skildi dóttur sína eftir á lestarstöð Ástralska lögreglan leitar nú að karlmanni sem talinn er hafa skilið dóttur sína eftir á lestarstöð í Melbourne. Á öryggismyndavél sést miðaldra karlmaður með ferðatösku leiða litla stúlku að lestarpalli í Melbourne í Ástralíu. Skömmu síðar sést hann aftur á öryggismyndavél, en þá án stúlkunnar. 17.9.2007 18:28 Frakkar vígreifir gegn Íran Frakkar hvöttu í dag til hertra viðskiptaþvingana gegn Íran en sögðu að leita yrði allra leiða til að koma í veg fyrir stríð. 17.9.2007 18:25 Simpson í fangelsi fyrir vopnað rán OJ Simpson, sem var sýknaður af morðákæru í Bandaríkjunum fyrir þrettán árum, er nú kominn í fangelsi fyrir vopnað rán. 17.9.2007 18:23 Kaþólska kirkjan greiðir þolendum kynferðisofbeldis bætur Kaþólska kirkjan í Pittsburg í Bandaríkjunum hefur komið á fót styrktarsjóði til handa 32 einstaklingum sem urðu fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu kaþólskra presta. Alls lagði kirkjan um 80 milljónir króna í sjóðinn en peningunum verður dreift til fórnarlambanna. 17.9.2007 17:54 Stálhjálmur yfir Chernobyl Yfirvöld í Úkraínu hafa samþykkt að byggð verði risastór stálbygging yfir geislavirkt svæði eftir versta kjarnorkuslys sögunnar í Chernobyl árið 1986. Franskt fyrirtæki hefur verið ráðið til að smíða stálbygginguna sem mun koma í stað molnandi steypubyggingar sem byggð var eftir slysið. 17.9.2007 16:56 Ótti um öryggi lággjaldaflugfélaga Flugslysið í Phuket í Taílandi í gær sem kostaði 88 manns lífið hefur vakið spurningar um hvort kostnaður lággjaldaflugfélaga gæti verið of mikill fyrir þau. Hlutabréf í Malasíska lággjaldafélaginu AirAsia, sem var hið fyrsta sinnar tegundar í Asíu, féllu í dag um rúmlega tvö og hálft prósent vegna ótta um öryggi lággjaldaflugfélaga. 17.9.2007 16:26 McCann hjónin ekki aftur til Portúgals Portúgalskur dómari hefur synjað beiðni lögreglunnar um að kalla McCann hjónin aftur til Portúgals, til frekari yfirheyrslu. Dómarinn ætlar þess í stað að senda bresku lögreglunni lista með spurningum og biðja hana um að leggja þau fyrir hjónin. 17.9.2007 16:22 Hafðu stelpu með þegar þú ferð á séns Nýtt fyrirtæki í Bandaríkjunum tekur að sér að koma karlmönnum á séns með því að senda stúlkur með þeim í samkvæmi eða öldurhús. Þetta hefur gengið svo vel að það er strax farið að opna útibú í öðrum löndum, meðal annars í Danmörku. Viðskiptavinirnir eru í skýjunum og segjast aldrei hafa kynntst jafn mörgum konum. 17.9.2007 15:36 O.J. - Frá betrunarheimili til frægðar O.J. Simpson var handtekinn í gærkvöldi fyrir vopnað rán á hótelherbergi í Las Vegas í Bandaríkjunum. Hann gæti átt von á allt að 30 ára fangelsisdómi verði hann fundinn sekur um rán með hættulegu vopni. Simpson var lengi holdgervingur ameríska draumsins og ímynd hans þótti brúa bil kynþátta. Eftir morð fyrrverandi eiginkonu hans snarbreyttist það og gæfan brosir ekki við hetjunni lengur. 17.9.2007 14:48 Flug- og hljóðritar fundnir í Phuket Rannsóknarmenn í Tælandi hafa fundið flug- og hljóðrita farþegaflugvélarinnar sem fórst í Phuket í Tælandi í gær. Alls fórust 89 menn í slysinu, 34 Tælendingar og 55 útlendingar, en 41 komst lífs af. 17.9.2007 12:47 Umbætur halda áfram í Grikklandi Grískir íhaldsmenn segjast munu halda áfram efnahagslegum umbótum í landinu, þó að þeir hafi nú mun tæpari meirihluta á þingi eftir kosningar í gær. 17.9.2007 12:45 Microsoft tapaði fyrir Evrópudómstólnum Evrópudómstóllinn staðfesti í dag ákvarðanir framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins gegn bandaríska tölvurisanum Microsoft. Ákvörðun dómsins getur haft verulega áhrif á Microsoft og Windows hugbúnaðinn. 17.9.2007 12:44 Simpson í járnum OJ Simpson var handtekinn í gærkvöldi fyrir vopnað rán á hótelherbergi í Las Vegas í Bandaríkjunum. Simpson segist einfaldlega hafa ætlað að ná í ýmsa muni úr eigin safni, sem hann segir að óprúttnir minjagripasalar hafi komist yfir með ólöglegum hætti. 17.9.2007 12:43 Íranar öskuillir út í Frakka Utanríkisráðherra Frakka varaði umheiminn í gær við kjarnorkuáætlun Írana og sagði ráðlegast að undirbúa stríð á hendur þeim vegna hennar. Viðvörunin hefur vakið afar hörð viðbrögð í írönskum fjölmiðlum sem segja Frakka apa eftir Bandaríkjamönnum og að Nicolas Sarkozy forseti sé undir miklum bandarískum áhrifum. 17.9.2007 12:22 Dani fékk hryðjuverkaþjálfun í Pakistan Einn af múslimunum ungu sem voru handteknir í Danmörku á dögunum fyrir að undirbúa hryðjuverk hafði verið í þjálfunarbúðum í Pakistan. Dagblaðið New York Times hefur þetta eftir heimildarmönnum sínum í bandarísku leyniþjónustunni. Það voru Bandaríkjamenn sem létu leyniþjónustu dönsku lögreglunnar vita af mönnunum átta. 17.9.2007 10:46 McCann hjónin halda tvíburunum Bresk barnaverndaryfirvöld hafa úrskurðað að Gerry og Kate McCann fái að halda tvíburabörnum sínum. Fulltrúar yfirvalda heimsóttu þau á fimmtudag í síðustu viku. Vinir hjónanna segja að þau hafi sjálf beðið um þá heimsókn eftir að fram komu kröfur á bloggsíðum um 17.9.2007 10:11 Flotaskvísur fá brjóstastækkanir Stjórnarandstæðan í Ástralíu hefur gagnrýnt það að kvennkynssjóliðar í flota landsins geta nú fengið brjóstastækkanir á kostnað ríkisins. Telur stjórnarandstaðan, það er Verkamannaflokkurinn, að þarna sé illa farið með almannafé. 17.9.2007 09:27 Næturklúbbaheimsókn kostaði 3 milljónir Norskur viðskiptamaður varð fyrir ruddalegu áfalli þegar hann sá kortareikning sinn eftir kvöldstund í Kaupmannahöfn um helgina. Hann heldur því nú fram að honum hafi verið byrluð ólyfjan á næturklúbbunum Kakadou og Leslee Night Club en reikningur hans eftir kvöldið á þessum stöðum hljóðar upp á tæpar 3 milljónir króna. 17.9.2007 09:23 Sjá næstu 50 fréttir
Fjöldi tungumála í útrýmingarhættu Málvísindamenn óttast að á komandi árum muni fjöldi tungumála í útrýmingarhættu aukast hratt. Mörg eru nú þegar nánast útdauð. Þeir hafa skilgreint fimm svæði í heiminum þar sem vandamálið er hvað verst. Tungumál frumbyggja í norðurhluta Ástralíu er talið vera í hvað mestri útrýmingarhættu. 18.9.2007 20:03
Kærðir fyrir að brjóta viðskiptabann á Íran Bandarísk yfirvöld kærðu í dag hollenskt fyrirtæki fyrir brjóta gegn viðskiptabanni Bandaríkjamanna á Íran. Hollenska fyrirtækið keypti flugvélaparta frá Bandaríkjunum og endurseldi þá til Írans. Eigandi fyrirtækisins á yfir höfði sér 50 ára fangelsi og sekt upp á allt að 65 milljónir króna verði hann fundinn sekur. 18.9.2007 19:08
Óttast um móður yfirgefnu stúlkunnar Óttast er um afdrif móður stúlkunnar sem var skilin eftir á brautarpalli í Melbourne í Ástralíu nýlega. Leitað er að föðurnum um allan heim. Pabbinn sem skildi fjögurra ára dóttur sína, Qian Xun Xue, eftir á brautarpalli í Melbourne er enn ekki kominn fram, þó leitað sé um allan heim. 18.9.2007 18:46
Breska stjórnin ver sparifjáreigendur Breska stjórnin hefur heitið sparifjáreigendum því að þeir muni ekki tapa innistæðum sínum hjá Northern Rock, bankanum sem hefur staðið tæpt undanfarna daga. 18.9.2007 18:44
Evrópusambandið endurskoðar innflutningsbann Sérfræðingar hjá Evrópusambandinu munu endurskoða innflutningsbann á breskar landbúnaðarvörur um næstu mánaðamót. Evrópusambandið lokaði á allan innflutning á fersku kjöti, búfénaði og mjólkurafurðum frá Bretlandseyjum í síðustu viku eftir að gin-og klaufaveikismit greindist á nautgripabúi í suðurhluta Englands. 18.9.2007 17:40
Tímamótabreyting á stjórnarskrá Zimbabwe Stærsti stjórnarandstöðuflokkur Zimbabwe segir að náðst hafi samkomulag við ríkisstjórnina um lagabreytingu á stjórnarskránni. Um er að ræða tímamótabreytingu sem kemur flestum mjög á óvart. Breytingarnar munu gera sameiginlegt framboð til þing- og forsetakosninga mögulegar árið 2008. Þær munu meðal annars leiða af sér fjölgun þingmanna. 18.9.2007 17:07
Írakar endurskoða öryggisfyrirtæki Yfirvöld í Írak segja að þau muni endurskoða stöðu allra öryggisfyrirtækja í einkaeigu sem stunda rekstur í landinu. Yfirlýsingin kemur eftir að byssubardagi öryggisvarða í Baghdad kostaði átta óbreytta borgara lífið. Ríkisstjórnin sagði að hún vildi komast að því hvort fyrirtækin færu eftir lögum í landinu. 18.9.2007 16:29
Löggur reknar í kippum Héraðsstjórinn í Uttar Pradesh héraði í Indlandi hefur rekið um 10.500 lögregluþjóna úr starfi á einni viku. Héraðsstjórinn segir að þeir hafi keypt sér embættin til þess að geta hagnast á mútum og öðru ólöglegu athæfi. Yfir 22000 lögregluþjónar eru enn til rannsóknar og viðbúið að einhverjir þeirra verði einnig reknir. 18.9.2007 15:43
Athyglina aftur á leitina að Madeleine Fjölskylda Madeleine McCann kallaði í dag eftir því að endi yrði bundinn á stjórnlausar vangaveltur um málið og að athygli yrði aftur beint að leit stúlkunnar. Clarence Mitchell talsmaður fjölskyldunnar sagði að vangaveltur um hvort Kate og Gerry McCann hefðu harmað dóttur sína væru eins „fáránlegar og þær væru fjarstæðukenndar.“ 18.9.2007 15:18
Sádi-Arabískar konur vilja ökubanni aflétt Konur í Sádi-Arabíu berjast nú í fyrsta sinn fyrir því að fá ökubanni kvenna í konungsríkinu verði aflétt. Meðlimir í nefnd sem beitir sér fyrir þessum rétti kvenna munu leggja fram beiðni við þingið fyrir sunnudag, en þá er þjóðhátíðardagur landsins. 18.9.2007 14:18
Rússar óttast stríðsátök í Íran Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússa lét í dag hafa eftir sér að hann hræddist yfirvofandi hættu á stríði í Íran eftir samtal við franska utanríkisráðherrann, Bernard Kouchner. Á sunnudag ollu ummæli Kouchners um Íran mikilli spennu í Teheran, en hann sagði að heimurinn yrði að „undirbúa sig fyrir það versta, og það versta væri stríð.“ 18.9.2007 13:56
Þriðji maðurinn handtekinn í Simpson málinu Karlmaður á sextugsaldri var handtekinn í Las Vegas í Bandaríkjunum í dag í tengslum við vopnað rán sem framið var á hótelherbergi í borginni á fimmtudag. O.J. Simpson var handtekinn í fyrrakvöld fyrir meinta aðild að ráninu á The Palace Station hótelinu. 18.9.2007 13:37
Abe áfram á sjúkrahúsi Shinzo Abe forsætisráðherra Japans verður áfram á spítala og alls óvíst er hvenær hann kemur aftur til vinnu. 18.9.2007 12:10
Biðraðir minnka við Northern Rock Hlutabréfaverð í Northern Rock bankanum í Bretlandi hækkaði á ný í morgun eftir að bresk stjórnvöld hétu því að sparifjáreigendur myndu engu tapa á viðskiptum sínum við bankann. 18.9.2007 12:10
Franska stjórnin ósammála um innflytjendafrumvarp Ráðherrar í Frakklandi hafa brugðist ókvæða við frumvarpi eigin stjórnar um að skylda innflytjendur til að fara í DNA rannsókn og frönskupróf. 18.9.2007 12:08
Mikill vindsnúningur þegar vélin fórst Háttsettur embættismaður í taílensku flugumferðarstjórninni segir að mikill vindsnúningur hafi orðið í þann mund sem vélin sem fórst á Phuket-flugvelli var að lenda. Áttatíu og níu manns fórust þegar vélin brotlenti, og brann. Embættismaðurinn segir að flugmenn vélarinnar hafi vitað af þessum vindsnúningi. 18.9.2007 11:45
Portúgalska lögreglan á ystu nöf? Portúgalskir fjölmiðlar velta því nú fyrir sér hvort þarlend lögregluyfirvöld hafi farið út á ystu nöf með því að bendla foreldra Madeleine við dauða hennar. Efi á sakleysi McCann hjónanna hefur dvínað og almenningsálitið snúist þeim aftur í vil eftir að portúgalskur dómari neitaði að fyrirskipa að Kate skyldi snúa aftur til yfirheyrslu. 18.9.2007 10:59
Grænlensk börn fara svöng í rúmið Níu prósent barna á Grænlandi lifa neðan við fátækramörk, samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð hefur verið þar í landi. Stjórnandi rannsóknarinnar, Sissel Lea Nielsen, segir að fátækt grænlenskra barna eigi sér margar birtingarmyndir. Til dæmis hafi foreldrar ekki efni á að láta börn sín taka þátt í tómstundaiðkun og félagslífi. 18.9.2007 10:53
Óttast um móður lestarstöðvar-stúlkunnar Lögregla í Ástralíu, Nýja Sjálandi og Bandaríkjunum leitar nú foreldra þriggja ára stúlku sem skilin var eftir á lestarstöð í Ástralíu á laugardag. Óttast er um móður stúlkunnar sem hefur ekki sést síðan 10. september. Bíll konunnar sem er kínversk fannst við flugvöllin í Auckland á Nýja Sjálandi í gær. 18.9.2007 10:23
Vilja leyfa það aftanfrá Þingið í Singapore vill afnema bann við munn- og endaþarmsmökum. Þó ekki fyrir samkynhneigða. Hingaðtil hefur verið blátt bann við slíkum leikjum jafnvel innan veggja heimilisins. Hvort sem gagnkynhneigð eða samkynhneigð pör hafa átt í hlut. 18.9.2007 10:22
Hrísgrjónakast bannað í Feneyjum Massimo Cacciari borgarstjóri Feneyja íhugar nú að banna hrísgrjónakast við brúðkaup í borginni Til þessa ráðs ætlar borgarstjórinn að grípa til að reyna að koma böndum á ört vaxandi fjölda af dúfum í borginni. 18.9.2007 08:06
Fellibylur nálgast Shanghai Verið er að flytja um 200.000 af íbúum Shanghai á brott frá henni en búist er við að fellibylurinn nái til borgarinnar einhverntímann í kvöld. Fellibylurinn, sem hlotið hefur nafnið Wipha, er af styrkleikaflokki fjögur og vindhraði hans er nú um 250 km á klukkustund. 18.9.2007 07:35
Spilltar löggur í Brasilíu handteknar Lögreglan í Rio de Janeiro handtók 52 kollega sína í viðamikilli aðgerð í dag. Lögreglumennirnir sem handteknir voru eru sakaðir um að hafa þegið fé frá glæpagengjum og aðstoðað foringja klíkanna við að forðast handtöku í staðinn. 17.9.2007 23:26
Enn eitt gin- og klaufaveikismit á Englandi Nýtt gin- og klaufaveikismit greindist á sauðfjárbúi í suðurhluta Englands í dag. Búið er fyrir innan það varnarsvæði sem sett var upp í síðustu viku. Bresk yfirvöld hafa þegar fyrirskipað að allt sauðfé á búinu verði skorið niður. 17.9.2007 20:57
Draga úr leit að Steve Fossett Yfirvöld í Nevada fylki í Bandaríkjunum hafa ákveðið að draga verulega úr leit að ævintýramanninum og auðjöfrinum Steve Fossett. Aðeins tvær flugvélar voru við leitarstörf í dag en í síðustu viku voru þær tuttugu talsins. Steve Fosset hefur nú verið saknað í tvær vikur. 17.9.2007 20:39
Reyndi að strjúka úr fangelsi með tannkremi Enskur fangi beitti frekar óvenjulegri aðferð til að reyna strjúka úr fangelsi á eyjunni Wight á Ermasundi. Vopnaður matskeið gróf fanginn, Colin Warren, göng úr fangaklefa sínum og notaðist síðan við tannkrem til að hylja gatið á daginn. 17.9.2007 20:10
Varar við vaxandi fordómum í garð múslima í Evrópu Yfirmaður mannréttindarnefndar Sameinuðu þjóðanna, Louise Arbour, varar við vaxandi fordómum í garð múslima í Evrópu og telur mikilvægt að ríkisstjórnir í álfunni taki strax á vandanum. Ný skýrsla, sem kynnt var í síðustu viku, þykir benda til þess að umburðarlyndi meðal Evrópubúa gagnvart múslimum fari minnkandi. 17.9.2007 19:23
Pabbinn skildi dóttur sína eftir á lestarstöð Ástralska lögreglan leitar nú að karlmanni sem talinn er hafa skilið dóttur sína eftir á lestarstöð í Melbourne. Á öryggismyndavél sést miðaldra karlmaður með ferðatösku leiða litla stúlku að lestarpalli í Melbourne í Ástralíu. Skömmu síðar sést hann aftur á öryggismyndavél, en þá án stúlkunnar. 17.9.2007 18:28
Frakkar vígreifir gegn Íran Frakkar hvöttu í dag til hertra viðskiptaþvingana gegn Íran en sögðu að leita yrði allra leiða til að koma í veg fyrir stríð. 17.9.2007 18:25
Simpson í fangelsi fyrir vopnað rán OJ Simpson, sem var sýknaður af morðákæru í Bandaríkjunum fyrir þrettán árum, er nú kominn í fangelsi fyrir vopnað rán. 17.9.2007 18:23
Kaþólska kirkjan greiðir þolendum kynferðisofbeldis bætur Kaþólska kirkjan í Pittsburg í Bandaríkjunum hefur komið á fót styrktarsjóði til handa 32 einstaklingum sem urðu fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu kaþólskra presta. Alls lagði kirkjan um 80 milljónir króna í sjóðinn en peningunum verður dreift til fórnarlambanna. 17.9.2007 17:54
Stálhjálmur yfir Chernobyl Yfirvöld í Úkraínu hafa samþykkt að byggð verði risastór stálbygging yfir geislavirkt svæði eftir versta kjarnorkuslys sögunnar í Chernobyl árið 1986. Franskt fyrirtæki hefur verið ráðið til að smíða stálbygginguna sem mun koma í stað molnandi steypubyggingar sem byggð var eftir slysið. 17.9.2007 16:56
Ótti um öryggi lággjaldaflugfélaga Flugslysið í Phuket í Taílandi í gær sem kostaði 88 manns lífið hefur vakið spurningar um hvort kostnaður lággjaldaflugfélaga gæti verið of mikill fyrir þau. Hlutabréf í Malasíska lággjaldafélaginu AirAsia, sem var hið fyrsta sinnar tegundar í Asíu, féllu í dag um rúmlega tvö og hálft prósent vegna ótta um öryggi lággjaldaflugfélaga. 17.9.2007 16:26
McCann hjónin ekki aftur til Portúgals Portúgalskur dómari hefur synjað beiðni lögreglunnar um að kalla McCann hjónin aftur til Portúgals, til frekari yfirheyrslu. Dómarinn ætlar þess í stað að senda bresku lögreglunni lista með spurningum og biðja hana um að leggja þau fyrir hjónin. 17.9.2007 16:22
Hafðu stelpu með þegar þú ferð á séns Nýtt fyrirtæki í Bandaríkjunum tekur að sér að koma karlmönnum á séns með því að senda stúlkur með þeim í samkvæmi eða öldurhús. Þetta hefur gengið svo vel að það er strax farið að opna útibú í öðrum löndum, meðal annars í Danmörku. Viðskiptavinirnir eru í skýjunum og segjast aldrei hafa kynntst jafn mörgum konum. 17.9.2007 15:36
O.J. - Frá betrunarheimili til frægðar O.J. Simpson var handtekinn í gærkvöldi fyrir vopnað rán á hótelherbergi í Las Vegas í Bandaríkjunum. Hann gæti átt von á allt að 30 ára fangelsisdómi verði hann fundinn sekur um rán með hættulegu vopni. Simpson var lengi holdgervingur ameríska draumsins og ímynd hans þótti brúa bil kynþátta. Eftir morð fyrrverandi eiginkonu hans snarbreyttist það og gæfan brosir ekki við hetjunni lengur. 17.9.2007 14:48
Flug- og hljóðritar fundnir í Phuket Rannsóknarmenn í Tælandi hafa fundið flug- og hljóðrita farþegaflugvélarinnar sem fórst í Phuket í Tælandi í gær. Alls fórust 89 menn í slysinu, 34 Tælendingar og 55 útlendingar, en 41 komst lífs af. 17.9.2007 12:47
Umbætur halda áfram í Grikklandi Grískir íhaldsmenn segjast munu halda áfram efnahagslegum umbótum í landinu, þó að þeir hafi nú mun tæpari meirihluta á þingi eftir kosningar í gær. 17.9.2007 12:45
Microsoft tapaði fyrir Evrópudómstólnum Evrópudómstóllinn staðfesti í dag ákvarðanir framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins gegn bandaríska tölvurisanum Microsoft. Ákvörðun dómsins getur haft verulega áhrif á Microsoft og Windows hugbúnaðinn. 17.9.2007 12:44
Simpson í járnum OJ Simpson var handtekinn í gærkvöldi fyrir vopnað rán á hótelherbergi í Las Vegas í Bandaríkjunum. Simpson segist einfaldlega hafa ætlað að ná í ýmsa muni úr eigin safni, sem hann segir að óprúttnir minjagripasalar hafi komist yfir með ólöglegum hætti. 17.9.2007 12:43
Íranar öskuillir út í Frakka Utanríkisráðherra Frakka varaði umheiminn í gær við kjarnorkuáætlun Írana og sagði ráðlegast að undirbúa stríð á hendur þeim vegna hennar. Viðvörunin hefur vakið afar hörð viðbrögð í írönskum fjölmiðlum sem segja Frakka apa eftir Bandaríkjamönnum og að Nicolas Sarkozy forseti sé undir miklum bandarískum áhrifum. 17.9.2007 12:22
Dani fékk hryðjuverkaþjálfun í Pakistan Einn af múslimunum ungu sem voru handteknir í Danmörku á dögunum fyrir að undirbúa hryðjuverk hafði verið í þjálfunarbúðum í Pakistan. Dagblaðið New York Times hefur þetta eftir heimildarmönnum sínum í bandarísku leyniþjónustunni. Það voru Bandaríkjamenn sem létu leyniþjónustu dönsku lögreglunnar vita af mönnunum átta. 17.9.2007 10:46
McCann hjónin halda tvíburunum Bresk barnaverndaryfirvöld hafa úrskurðað að Gerry og Kate McCann fái að halda tvíburabörnum sínum. Fulltrúar yfirvalda heimsóttu þau á fimmtudag í síðustu viku. Vinir hjónanna segja að þau hafi sjálf beðið um þá heimsókn eftir að fram komu kröfur á bloggsíðum um 17.9.2007 10:11
Flotaskvísur fá brjóstastækkanir Stjórnarandstæðan í Ástralíu hefur gagnrýnt það að kvennkynssjóliðar í flota landsins geta nú fengið brjóstastækkanir á kostnað ríkisins. Telur stjórnarandstaðan, það er Verkamannaflokkurinn, að þarna sé illa farið með almannafé. 17.9.2007 09:27
Næturklúbbaheimsókn kostaði 3 milljónir Norskur viðskiptamaður varð fyrir ruddalegu áfalli þegar hann sá kortareikning sinn eftir kvöldstund í Kaupmannahöfn um helgina. Hann heldur því nú fram að honum hafi verið byrluð ólyfjan á næturklúbbunum Kakadou og Leslee Night Club en reikningur hans eftir kvöldið á þessum stöðum hljóðar upp á tæpar 3 milljónir króna. 17.9.2007 09:23