Erlent

Boðar heilagt stríð í Pakistan

Osama Bin Laden hefur hvatt Pakistana til heilags stríðs gegn stjórnvöldum í landinu. Þetta kemur fram á nýrri segulbandsupptöku með Bin Laden en hann segir að hefna verði árásar stjórnvalda á Rauðu moskvuna í Islamabad með þessum hætti.

Alls fórust um 100 manns í árásinni í júlí síðastliðnum. Bin Laden fer hörðum orðum um stjórnvöld í Pakistan, segir þau ekkert annað en leiguþý Bandaríkjamanna og að hver sá sem styði stjórnvöld sé vantrúarmaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×