Erlent

Ólga í Tógó

Stríðandi fylkingar í tógóskum stjórnmálum reyna nú að setja niður deilur sínar á fundi í nágrannaríkinu Níger. Forsetakosningar verða haldnar í Tógó á sunnudaginn. Ólga hefur verið í Tógó eftir að Gnassingbe Eyadema, einræðisherra til fjörutíu ára, andaðist í febrúar og sonur hans tók við völdum með stuðningi hersins. Vegna innlends og erlends þrýstings sagði hann af sér og boðaði til kosninga. Grunur leikur hins vegar á að brögð verði í tafli og því vilja stjórnarandstæðingar að kosningunum verði frestað. Sjö manns létust í óeirðum í höfuðborginni Lomé um síðustu helgi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×