Erlent

Al-Zarqawi með kjarnorkusprengju?

Leiðtogi al-Qaida í Írak ræður yfir kjarnorkusprengju. Þessu er haldið fram í dagblaðinu Washington Times í dag og vitnað í ónafngreinda leyniþjónustumenn. Abu Musab al-Zarqawi er ýmist sagður eiga kjarnorkusprengju eða vinna að því að setja saman geislavirka sprengju - svokallaða skítuga sprengju þar sem geislavirku drasli er komið fyrir í hefðbundinni sprengju. Hermt er að hann geymi sprengjuna í Afganistan. Á sama tíma berast fregnir af því að Zarqawi hafi rætt við Osama bin Laden og lýst þeirri fyrirætlan sinni að gera hryðjuverkaárás í Bandaríkjunum. Heimildarmenn Washington Times segja einnig liggja fyrir upplýsingar um að Zarqawi hyggi á efnavopnaárás í Evrópu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×