Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Agnar Már Másson skrifar 30. ágúst 2025 23:45 Palestínski fáninn var dreginn að húni í júní og hefur hann blakt við hlið þess úkraínska sem var fyrst dreginn að húni við ráðhúsið 2022. Vísir/Sigurjón Reykjavíkurborg mun endurskoða fánareglur sínar meðal annars til að gera það auðveldara að „sýna þjóðum stuðning“. Sjálfstæðismenn í borginni vilja frekar að glænýr „friðarfáni Reykjavíkur“ sé hannaður svo ekki þurfi að flagga erlendum þjóðfánum við húsið. Auk þess vilja þeir að íslenskum fána sé flaggað við ráðhúsið nær alla daga. Af fundargerð að dæma voru fánar eitt helsta umræðuefni á fundi forsætisnefndar Reykjavíkurborgar á föstudag. Þar var samþykkt að reglur um notkun fána við stjórnsýsluhús Reykjavíkur yrðu endurskoðaðar. Einnig var samþykkt að viðburðarstjórn ráðhússins leggði til reglubreytingar og setti viðmið um hversu lengi fánar skuli blakta við stjórnsýsluhús. Auk þess átti að tryggja að auðveldara sé fyrir kjörna fulltrúa „að sýna þjóðum og íbúum samstöðu þegar við á“ og er þar væntanlega átt við að draga fána annarra þjóða að húni við tilefni. Gerist þetta í framhaldi af því að meirihlutinn í borginni samþykkti seint í júní að draga fána Palestínu að húni við ráðhúsið. Reyndar var skorið á bönd þeirra fána nokkrum dögum síðar en hafa þeir verið dregnir upp að nýju. Vilja hanna sérfána svo ekki þurfi að flagga fánum annarra þjóða Þetta var þó ekki eina fánamálið til umræðu á fundinum, heldur lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að borgin léti hanna og framleiða sérstakan „friðarfána Reykjavíkurborgar“ sem dreginn yrði að húni daglega utan við Ráðhús Reykjavíkur. Undanskildir yrðu þeir átta rauðu dagar sem ekki eru fánadagar enda húsverðir ekki að störfum þá tilteknu daga. „Friðarfáninn verði táknmynd þess að Reykjavíkurborg er yfirlýst friðarborg enda starfrækir höfuðborgin Höfða friðarsetur og heimili Friðarsúlunnar er í borginni. Með friðarfánanum verði ástæðulaust að draga erlenda þjóðfána að húni við Ráðhúsið í stríðsátökum erlendis enda standi höfuðborgin ávallt með friði,“ skrifa sjálfstæðismennirnir, sem lýstu á sínum tíma óánægju sinni með ákvörðun meirihlutans um að draga palestínufánann að húni. Enn fremur leggja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram aðra bókun um að íslenski þjóðfáninn verði dreginn að húni við Ráðhús Reykjavíkur alla daga ársins, að undanskildum fyrrnefndum rauðum dögum sem ekki eru fánadagar. Samþykkt var að vísa báðum tillögum Sjálfstæðismanna til skoðunar við fyrirhugaða endurskoðun á reglum um notkun fána. Reykjavík Palestína Úkraína Borgarstjórn Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
Af fundargerð að dæma voru fánar eitt helsta umræðuefni á fundi forsætisnefndar Reykjavíkurborgar á föstudag. Þar var samþykkt að reglur um notkun fána við stjórnsýsluhús Reykjavíkur yrðu endurskoðaðar. Einnig var samþykkt að viðburðarstjórn ráðhússins leggði til reglubreytingar og setti viðmið um hversu lengi fánar skuli blakta við stjórnsýsluhús. Auk þess átti að tryggja að auðveldara sé fyrir kjörna fulltrúa „að sýna þjóðum og íbúum samstöðu þegar við á“ og er þar væntanlega átt við að draga fána annarra þjóða að húni við tilefni. Gerist þetta í framhaldi af því að meirihlutinn í borginni samþykkti seint í júní að draga fána Palestínu að húni við ráðhúsið. Reyndar var skorið á bönd þeirra fána nokkrum dögum síðar en hafa þeir verið dregnir upp að nýju. Vilja hanna sérfána svo ekki þurfi að flagga fánum annarra þjóða Þetta var þó ekki eina fánamálið til umræðu á fundinum, heldur lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að borgin léti hanna og framleiða sérstakan „friðarfána Reykjavíkurborgar“ sem dreginn yrði að húni daglega utan við Ráðhús Reykjavíkur. Undanskildir yrðu þeir átta rauðu dagar sem ekki eru fánadagar enda húsverðir ekki að störfum þá tilteknu daga. „Friðarfáninn verði táknmynd þess að Reykjavíkurborg er yfirlýst friðarborg enda starfrækir höfuðborgin Höfða friðarsetur og heimili Friðarsúlunnar er í borginni. Með friðarfánanum verði ástæðulaust að draga erlenda þjóðfána að húni við Ráðhúsið í stríðsátökum erlendis enda standi höfuðborgin ávallt með friði,“ skrifa sjálfstæðismennirnir, sem lýstu á sínum tíma óánægju sinni með ákvörðun meirihlutans um að draga palestínufánann að húni. Enn fremur leggja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram aðra bókun um að íslenski þjóðfáninn verði dreginn að húni við Ráðhús Reykjavíkur alla daga ársins, að undanskildum fyrrnefndum rauðum dögum sem ekki eru fánadagar. Samþykkt var að vísa báðum tillögum Sjálfstæðismanna til skoðunar við fyrirhugaða endurskoðun á reglum um notkun fána.
Reykjavík Palestína Úkraína Borgarstjórn Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum