Erlent

Gutierrez hrökklast frá völdum.

Ekvadorþing samþykkti í gær að svipta Lucio Gutierrez, forseta landsins, völdum. Varaforsetinn hefur tekið við stjórnartaumunum í hans stað. Róstusamt hefur verið í Ekvador að undanförnu og hafa andstæðingar Gutierrez ásakað hann um að reyna sölsa undir sig öll völd í landinu. Í gær sauð svo upp úr þegar kveikt var í stjórnarbyggingum í Quito og óeirðir brutust út. Þingið ákvað í kjölfarið að lýsa yfir vantrausti á Gutierrez og herinn dró stuðning sinn við hann til baka. Skömmu síðar bárust fregnir um að Gutierrez-hjónin hefðu reynt að flýja land og óskað eftir hæli í Panama.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×