Erlent

Snarpur jarðskjálfti í Japan

Að minnsta kosti þrettán slösuðust í snörpum jarðskjálfta sem varð nærri borginni Fukuoka í Japan í nótt. Skjálftinn mældist 5,8 á Richter og honum fylgdu tveir smærri skjálftar upp á tæplega fimm. Nokkur truflun varð á samgöngum í kjölfar skjálftans en að öðru leyti er ekki vitað um frekari afleiðingar af völdum hans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×