Erlent

Frelsaðar úr klóm ræningja

Filippeyskir hermenn frelsuðu í gær 13 konur úr klóm mannræningja eftir mikinn eltingarleik. Tveir ræningjanna lágu í valnum eftir að til átaka kom og einn hermaður. Íslamskir skæruliðar aðstoðuðu hermennina í leitinni. Glæpamennirnir höfðu deginum áður gómað 22 kvenkyns háskólanema en fljótlega létu þeir níu þeirra lausar þar sem þær voru múslimar. Fóru þeir með hina gíslanna djúpt inn í frumskóginn. Ekki er vitað hverjir voru að verki en talið er að mannræningjarnir tilheyri klofningshópi íslamskra öfgamanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×