Erlent

Hrefnuveiðar hafnar í Noregi

MYND/AP
Hrefnuveiðivertíðin í Noregi hófst í gær og munu um það bil 30 skip stunda veiðarnar enda kvótinn meiri en áður. Þrátt fyrir mikinn áhuga á veiðunum hefur gengið illa að selja hrefnukjötið á norskum markaði undanfarin ár líkt og hér á landi. Birgðir hafa hrannast upp og loks verið fargað fyrir opinbera styrki. Hrefnuveiðimenn eru hins vegar bjartsýnir að þessu sinni þar sem nokkrar verslanakeðjur ætla nú að taka hrefnukjöt til sölu og til stendur að vinna kjötið meira fyrir neytendur en hingað til.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×