Erlent

Kapellan fylltist af reyk

Þegar reykur sást stíga til himins úr reykháfnum sem komið hafi verið fyrir á þaki Sixtínsku kapellunnar í gær var ekki á hreinu hvort að reykurinn var hvítur eða svartur. Einn kardínálanna sem voru við kjörið greindi frá því að fyrsta tilraun til að kveikja eld hefði mistekist. Í stað þess að hvítur reykur stigi upp til himna fylltist kapellan af reyk. Í annarri tilraun tókst hins vegar að kveikja eld og beina reyknum í rétta átt - sem þýddi að nýr páfi hafði verið kjörinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×