Erlent

Rauðum reyk spúið

The Sun, mest lesna dagblað Bretlands, tilkynnti í gær að það myndi styðja Verkamannaflokkinn í kosningunum sem haldnar verða eftir tvær vikur. Blaðið tók sér kardinálana í Páfagarði til fyrirmyndar með því að blása rauðum reyk upp um sérsmíðan skorstein sem settur var upp á þaki höfuðstöðva blaðsins. Stuðningur The Sun er Verkamannaflokknum afar mikilvægur en ekki verður sagt að hann komi á óvart. Blaðið studdi flokkinn í síðustu kosningum og ljóst varð að það myndi styðja hann á ný eftir að Rupert Murdoch, eigandi þess, knúði Tony Blair forsætisráðherra til að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá Evrópusambandsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×