Erlent

Stjórnvöld hvetja til stillingar

Kínversk stjórnvöld hvöttu í gær almenning til að láta af mótmælum sínum sem staðið hafa yfir síðustu dægrin. "Tjáið ykkur á yfirvegaðan og skynsamlegan máta og umfram allt í samræmi við lög," sagði Li Zhaoxing utanríkisráðherra í ávarpi sínu til þjóðarinnar. Kínverjar hafa mótmælt nýútkominni japanskri kennslubók þar sem fjöður er dregin yfir grimmdarverk Japana gegn Kínverjum. Þá leggjast þeir eindregið gegn áformum Japana um að fá sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Kofi Annan, frkvstj. SÞ, mun ræða við leiðtoga ríkjanna á fundi í Indónesíu um helgina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×